Réttur - 01.06.1936, Síða 36
stétt þessara kúguðu þjóðerna svikið málstaðinn og
notað spánska ríkisvaldið gegn verkamönnum.
Nýjungin í núverandi byltingu.
Allt fram að bardögunum í Asturiu virtist bylt-
ingaraldan sem hófst 1930 ætla að verða jafn árang-
urslaus og allar, sem á undan voru gengnar. Og í
rauninni hefði gósseigendastéttinni, með hjálp kirkj-
unnar og fasistiskra lýðæsinga Gil Robles, tekist að
hindra hina byltingarlegu jarðaskiftingu, enda þótt
hún yrði að fórna konungdómnum. Kvaðirnar, sem
tíðkuðust víða, voru að vísu afnumdar á pappírnum
en lítið var hróflað við sjálfrl skiftingu jarðanna.
Eins og í öðrum borgaralegum ríkjum var aðferð-
in til þess að svíkjast um þessar aðgerðir sú, að í
stað byltingarlegrar skiftingar, var sett ný búnaðar-
löggjöf.
„Búnaðarlöggjöfin verndar oss gegn þeirri hættu,
sem steðjar að því þjóðfélagi, sem vér höfum hag
af að viðhalda", sagði þáverandi forsætisráðherra,
Zamora, þegar löggjöfin var lögð fram.
Með brauki og bramli var stofnsett heilmikið
skrifstofubákn til þess að framkvæma búnaðarlög-
gjöfina, eða með öðrum orðum, hindra jarðaskift-
inguna. Með varkárni mikilli og umhyggjusemi var
nú vandlega rannsakað, hvort lögin giltu um við-
komandi gósseiganda, hvort þeir, sem jarðarinnar
kröfðust, höfðu rétt til þess, og hvort þeir væru þess
um komnir að reka búskap. Bændurnir létu sefast
af orðavaðlinum, sem lofsamaði búnaðarlöggjöfina
og seinlætið á framkvæmdinni þreytti þá og sundr-
aði samtökunum. Skaðabæturnar, sem stórbændurn-
ir fengu vegna eignarnáms á einhverju af jörðum
þeirra, voru svo háar, að byrðarnar, sem lentu á
þeim bændum, sem land fengu, urðu óbærilegar.
Víða höfðu bændur tekið sjálfir stórjarðirnar. Þetta
eignarnám var löggilt um tveggja ára skeið, en
116