Réttur - 01.06.1936, Síða 41
spönsku byltingunni, þá er án efa fjölmargt bylting-
unni í hag, sem hlýtur að leiða til sigurs hennar, sé
hyggilega og rétt að farið.
H. E. þýddi.
VÍÖSJÁ.
Baráttan um Spán.
Úrslitabaráttan er hafin milli lýðræðis og fas-
isma. Ef til vill er borgarastyrjöldin á Spáni sjálf
úrslitaorustan, sem sker úr um það, hvort þessara
tveggja afla sigra muni í Evrópu.
Spánski fasisminn, spánska afturhaldið var engan
veginn gersigrað með úrslitum kosninganna 16. fe-
brúar. Kommúnistarnir bentu á það án afláts, að
öryggi lýðveldisins væri ekki tryggt, fyrr en búið
væri að uppræta allan félagsskap fasista, svipta þá
öllum skilyrðum til pólitískrar starfsemi, reka þá úr
öllum trúnaðarstöðum ríkisins. En þetta var vanrækt.
Jafnvel í sumum ábyrgðarmestu stöðum innan hers-
ins sátu aðalleiðtogar fasismans eftir sem áður. Þeir
höfðu svarið lýðveldinu hollustueiða, og í skjóli
þeirra brugguðu þeir lýðveldinu fjörráð. Þessir land-
ráðamenn í trúnaðarstöðunum undirbjuggu vopnaða
uppreisn gegn löglega skipaðri stjórn ríkisins, sem
hefir bak við sig mikinn meiri hluta þjóðarinnar, þeir
gerðu samsæri við erlend fasistaríki gegn sinni eigin
þjóð.
Þessi uppreisn fasista og íhaldsmanna á Spáni
hefir verið skipulögð og vandlega undirbúin um
nokkurra mánaða skeið, eða allt síðan þjoðfylkingin
vann sinn glæsilega kosningasigur í febrúar. Fylk-
ing afturhaldsins, landaðall og kaþólsk kirkja, fas-
istar og íhaldsmenn hafa á alla lund reynt að grafa
grunninn undan stjórninni og sundra þjóðfylking-
unni með hvers konar spellistarfi, fjársmyglun til
útlanda, manndrápum og ofbeidisverkum. Þetta
121