Réttur


Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 42

Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 42
heiðursfólk hefir meira að segja staðið í samningum við Hitler og Mussolini um fjárframlög og stuðning af þeirra hendi í væntanlegri uppreisn, gegn því, að þeim yrðu veitt hernaðarleg ítök í spánsku Marokkó, á Baleareyjum og víðar um Spán. Þannig hafa svik- ararnir fyrir fram selt erlendum herveldum spánska jörð fyrir aðstoð við hópmorð á spánskum þegnum. Sanjurjo hershöfðingi, sem uppreisnarmenn ætluðu að gera að einræðisherra á Spáni, sá, sem fórst í flugslysi, er hann var á leið til Spánar yfir portú- gölsku landamærin í byrjun uppreisnarinnar, hafði undanfarna mánuði verið gestur Hitlers í Berlín. Þar voru lögð á ráðin um hina glæpsamlegu valdránstil- raun spánsku fasistanna. Uppreisn fasista og íhaldsmanna á Spáni er kost- uð að miklu leyti af þýzku og ítölsku fé. Flugvélar og vélbyssur, framleiddar í þýzkum og ítölskum vopnaverksmiðjum flytja dauðann yfir spánskar borgir og þorp. Þýzkir og ítalskir hermálasérfræð- ingar aðstoða við skipulagningu árásarinnar á spánska lýðveldið. Það er víst, að án þessarar hjálp- ar fasistaríkjanna hefði stjórninni tekizt að bæla uppreisnina niður á mjög skömmum tíma. En þrátt fyrir það, er enginn vafi á því, að lýð- veldishernum veitir betur, að uppreisnarmenn fara halloka. Og það er ástæðan fyrir því, að Hitler leitar tilefna til að senda æ fleiri herskip suður að Spán- arströndum, að þýzku nazistablöðin fylla dálka sína af upplognum fregnum um hryðjuverk st,jórnarher- sveitanna, um að „Moskva“ standi á balc við spánsku stjórnina, að uppreisnin á Spáni sé barátta milli þjóðernisstefnu og kommúnisma og svo framvegis. Sannleikurinn er sá, að hin hæga framsókn stjórn- arhersins á orsök sína í því, að hann vill ekki út- hella meira blóði spánskra þegna, ekki eyðileggja meira af mannvirkjum og verðmætum en skilyrðis- laus nauðsyn krefur, en að hinar hálfvilltu útlendu 122

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.