Réttur - 01.06.1936, Síða 20
Milj. hekt.
Borgir, vegir o. s. frv. 1.441
Gróðurlendi 20.330
Þar af í órækt 5.019
Ræktað land 15.311
Af þessu sést, að í landi þessu, þar sem 57 %
íbúa fást við landbúnað, eru aðeins 40% gróður-
lendi, og þar af er einn fjórði hluti ár eftir ár í
órækt. Mikill hiti og úrkomuleysi eru án efa tals-
verðar tálmanir fyrir því að auka ræktað land. Tals-
verðar, en alls ekki óyfirstíganlegar. Með því að
notfæra sér nýtízku tækni hafa Bandaríkjamenn
með „þurrabúskap" (dry farming) fengið góða upp-
skeru á svæðum, sem fá engu meiri úrkomu. 1 sum-
um sveitum Spánar mætti auka uppskeruna afskap-
lega, með því að útvíkka áveitukerfið.
Eftirfarandi tölur sýna, hversu mikill munur er á
uppskerumagni áveitusvæða og annara áveitulausra
í sama héraðinu. Tölurnar eru frá 1932 pr. hektar
í 100 kg.
Cadix Granada Almeria Sevilla
Hveiti áveita 19 28,5 15 30
áveitulaust 6,75 9,4 3,1 16
mais áveita 22 20,9 17 33
áveitulaust 6 10,8 4,75 9
Af þessu sést: Áveitan tvöfaldar og stundum allt
að fimmfaldar uppskeruna.*
Vatni mætti veita á helmingi stærra svæði.
Meðaluppskeran er líka lægri en í öðrum löndum
Evrópu. Á síðustu áratugum hefur hún þó smá-
hækkað.
Orsök þess, að landbúnaðurinn er svo skammt á
veg kominn, er sú, að víð flæmi eru í höndum að-
gerðalausra aðalsmanna, en jarðarskikar bænda eru
*) í Valencia 14-faldaðist kartöfluuppskeran við
áveitu.
100