Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 44
lýðveldisins, Azana, er hann sagði við blaðamann-
inn Ulrich, bera þessu vitni: ,,Ég hefi aldrei borið
traust til herforingjastéttarinnar og ekki heldur til
hinna lærðu manna eða stjórnmálamannanna. Það er
alþýðan ein, sem ég hefi alltaf treyst og treysti
enn. Evrópa má vera þess fullviss, að með stuðningi
þessarar alþýðu mun okkur einnig að þessu sinni
takast að sigra“.
Að stuðla að þessum sigri spánsku alþýðunnar er
heilagasta skylda allra lýðræðissinna og frjálslyndra
manna um víða veröld. Allt „hlutleysi“ í þessu efni
er óbeinn stuðningur við fasistana. Þess vegna hlýtur
hlutleysistillaga frönsku stjórnarinnar að vekja von-
brigði allra lýðræðissinna, þar sem hún fer fram á
það að banna alla vopnasölu til hins löglega stofnaða
spánska lýðveldis, sem berst fyrir tilveru sinni gegn
óaldarflokki, er stendur í þjónustu erlendra her-
velda. Hún fer í rauninni fram á refsiaðgerðir af
hálfu lýðræðisríkjanna gegn lögmætu lýðveldi, sem
á í höggi við landráðamenn og erlenda bófaflokka.
Úrslit borgarastyrjaldarinnar á Spáni hafa alþjóð-
lega þýðingu. Ef fasisminn sigraði þar í landi, þá
væri það um leið raunverulegur sigur fyrir fasismann
um allan heim. Skilyrðin væru sköpuð fyrir allsherj-
ar sókn fasismans, og lýðræðislönd Evrópu ættu í
vök að verjast. Sérstaklega myndu ítök þau, sem
Þýzkaland og Ítalía fengju á Spáni, auka stórum
hernaðarstyrk þessara fasistaríkja og gera þeim fært
að hefja árásarstríð á Frakkland og hleypa þannig
heiminum í bál og brand. Menning Evrópu er í voða,
ef fasisminn sigrar á Spáni.
B. Fr.
124