Réttur - 01.06.1936, Síða 19
stærsta auðvaldsland í Evrópu. Ibúatalan er aðeins
24 milj. Á hvern km2 koma færri en 50 íbúar, á
móti 76 í Frakklandi, 133 í Ítalíu, 140 í Þýzkalandi
og 264 í Stóra-Bretlandi. Yæri sú kenning þýzku naz-
istanna rétt, að landrýmið, sem kæmi á hverja sálu,
væri ákvarðandi um afkomu þjóðarinnar, þá hlyti
spánska þjóðin að vera bæði auðug og hamingjusöm.
En þrátt fyrir þetta mikla landrými er verklýður-
inn á Spáni sá sárfátækasti í Evrópu. Þjóðfélagsleg
kyrstaða landsins hindrar nýtingu og framfarir
framleiðsluaflanna. Eignaskiftingin er mjög mis-
jöfn. Stórjarðeigendur eiga heil héruð, þar sem búa
milj. bænda, sem engar jarðir eiga. Þar eru líka
vellauðugir biskupar og prélátar og sveitakapelánar,
sem ekki eru ríkari en kirkjurottur; eða hálaunaðir
hershöfðingjar og hungraðir hermenn; heimsfræg-
ir vísindamenn, en þorrinn er hvorki læs né skrif-
andi.* Þessi skarpa skifting gengur eins og rauður
þráður gegnum lífið á Spáni ....
Enda þótt víðlendið sé nóg, er langt frá því ör-
ugt, að fólkið hafi nóg að bíta og brenna; og þrátt
fyrir það, að 57 % vinnandi manna fást við land-
búnað, er uppskeran varla nóg til þess að fullnægja
þörfum landsins, og komið getur það fyrir, að nauð-
syn beri til þess að flytja inn korn. Orsök þessa
skorts á lífsnauðsynjum liggur í slælegri vinnslu og
slæmri nýtingu jarðarinnar. Þessar tölur** frá árinu
1932 (yngri liggja ekki fyrir) sýna nýtinguna.
Milj. hekt.
50.510
Alls
Eyðimerkur
Fjöll og haglendi
5.097
23.642
30.180
*) Árið 1933 voru 45,46% þjóðarinnar, (yfir 6
ára),hvorki læs né skrifandi.(„Statesman Ýearbook"
1935), á móti 4,2% (yfir 10 ára) í Frakklandi.
**) „Anuario estadistico" 1932—1933 s. 124.
99