Réttur


Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 10

Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 10
miðaldanna í bardögum sínum við ráns-kaupnmnn og svika-biskupa, — vermenn þeir, er hefndu Jóns Arasonar, eða hinir glæsilegu frelsisfrumherjar nú- tímans frá Jóni Sigui'ðssyni til Skúla Thoroddsen. Fyrstu „vopna“viðskipti verkalýðsins við erlent auð- vald hafa þegar verið háð — með sigri fyrir verka- lýðinn: Krossanesverkfallið 1930 gegn norska auð- hringnum „Ægir“, Sogsverkfallið í maí 1935 við danska auðfélagið Höjgaard og Schultz og bílstjóra- verkfallið gegn okri brezku bensínhringanna. Og Jónas frá Hriflu sýndi verklega í hinu síðasta, hvar hann hafði hugsað að skipa sér í sjálfstæðisbaráttu Islendinga! Þannig er þá viðhorfið um sjálfstæðismál Islands nú. Hvað fyrir liggur að gera nú þegar í þessu máli, verður rætt í öðrum kafla. Hvað verður um Spðn? Eftir próf. E. Varga. (Ritgerð sú, sem hér fer á eftir, er samin af hinum lieimskunna ungverska hagfræðing, próf. E. Varga. Hann lauk við hana f apríllok. Er mjög fróðlegt að sjá, hvernig ályktanir þessa bráð- snjalla vísindamanns hafa að öllu leyti reynzt réttar). Þýð. „Aður en .... verkalýðsstéttin losnar við f jötra sína .... verður Spánn að ganga gegnum ýms frumstig þróunarinnar, og fjöldamörgum hindrunum verður að ryðja úr vegi. í skjóli lýðræðisins væru mögu- leikarnir beztir fyrir því að komast á sem styztum, tíma yfir þessi frumstig, og yfir- stíga hindranirnar fljótlega“. (Engels). Meir en 60 ár eru liðin síðan Engels ritaði línur þessar, og þó má segja að þær séu í sínu fulla gildi ennþá. Saga Spánar síðustu hundrað árin segir frá 90

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.