Réttur


Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 15

Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 15
af safni sínu, samanstandandi af skitnum 192 bind- um. Smáríkin á N.-Spáni voru ekki meira virSi í aug- um volduga kalífans í Kordoba, en ríki marokk- önsku ættarhöfðingjanna er í augum franska forset- ans‘*. Saga næstu átta alda er sagan um baráttu þessara menningarsnauðu kristnu ríkja gegn veldi Araba. Þeim tókst að hrekja þá burt skref fyrir skref, uns Arabar yfirgáfu Granada, síðasta hæli sitt á Spáni árið 1492. Stríð þetta hefir markað svo djúp spor að enn þann dag í dag sér fyrir þeim. Jörðin féll, jafnóðum og hún var tekin, í hendur aðalsmanna, sem herjunum stjórnuðu, en kirkjan hlaut sinn skerf. Frá þessum tímum eru fjárfúlgur kirkjunnar, völd hennar og sérréttindi. Og sama máli gegnir um aðalinn. Styrkleiki þessara aðila, sem þarna hlutu höfuðstól sinn, hefir fram á þennan dag haldið lífinu í lénsskipulaginu. Á síðari öldum mið- alda risu upp öflugar iðnaðarborgir annars staðar í V.-Evrópu. Verzlunarviðskifti fóru vaxandi, (N.- Italía, S.-Frakkland, S.-Þýskaland, Flandern, Hansa- staðirnir), og lögðu fyrsta grundvöllinn að kapítal- isma. En á Spáni voru borgirnar eyðilagðar og fólkið svift lífi og limum. Á 16. öld, eftir burthrakningu Mára, er mesta pólitíska blómaskeið hins kristna Spánar. Spánn var stærsta veldi kristindómsins. Spönsku konungarnir drottnuðu yfir Mið- og S.-Ameríku, Hollandi og Flandern. Þeir voru keisarar „hins heilaga rómverska ríkis“. Þessi völd byggðust samt ekki á vexti at- vinnuveganna og viðgangi, heldur á ránum og grip- deildum sem framin voru í Mið- og S.-Ameríku. Gríðarmikill straumur gulls flaut frá Ameríku til Spánar. Heilir skipaflotar fluttu fenginn frá ný- lendunum, heim til hirðarinnar. *) Madariaga s. 15. 95

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.