Réttur - 01.06.1936, Qupperneq 45
Varðmaður á vígstoðvum
silki-ið}annar.
Eftir Egon Erwin Kisch.
Egon Erwin Kisch er lieimsfrægur rithöfundur, talinn af mörg-
um liezti fregnritarinn, sem nú er uppi. Hann er þýzkur að ætt,
einn hinna mörgu útlaga úr Þriðja ríki Hitlers.
Yið fórum ekki af baki fyr en komið var upp
í fjallendið Pamir, og loftið orðið svalt. Fljótið Vaks
rennur þar fram á rauðum, sorfnum flúðum, og hið
efra skína við himinn skyggndir, snæhvítir tindar
Pétursfjallanna. Þarna stóð eitt af löngu húsunum,
sem notuð eru til silkiormageymslu. Rétt hjá því áð-
um við.
Gæzlukonan gekk í buxum og leggstígvélum, en
um það sagði hún okkur síðar, að í borgarastríðinu
hefði hún vanizt svo hermannabúningi, að hún hefði
með engu móti getað fengið sig til þess að fara aftur
í kvenfatnað.
,,Er þetta ör á kinninni á þér eftir lcúlu, félagi?“
„Já, það var skotsár. Eg hef annað svona ör á
hálsinum og tvö á fætinum“.
„Þú hefir víst lent í ýmsu um æfina, félagi?“
„Já, — sjálfsagt fleiru en þið getið látið ykkur til
hugar koma . . . Maðurinn minn var fyrirliði her-
mannahóps í borgarastyrjöldinni. Hann kom heim
hættulega særður. Hvítliðarnir náðu þorpinu, og
húsið okkar var það fyrsta sem þeir réðust inn í. Ef
til vill hefir einhver sagt þeim til okkar, þeir gripu
bónda minn, bundu hann og öskruðu svo:
„Þú syngur ekki framar helvítis internasjónalinn
(alþjóðasöng verkamanna) “. En hann fór einmitt
að syngja internasjónalinn. „Skyldi ekki vera hægt
að stinga upp í hann“, sögðu þeir, fleygðu mér nið-
ur í rúmið, og kölluðu svo hæðnislega til hans: „Já,
hvernig væri að fá svolítinn söng við þessa athöfn“.
Hann söng internasjónalinn meðan þeir nauðguðu
125