Réttur - 01.06.1936, Blaðsíða 48
,,Já, — en samt þykir mér ýmislegt á vanta. —
Silkiframleiðslan í Tadsjikistan hefir aukizt um
1938 vættir af púpum frá því í fyrra, eða um tutt-
ugu og sjö af hundraði. Og í okkar héraði eru fram-
farirnar mestar. Við framleiðum næstum því eins
margar púpur og héruðin Gissar, Kurgan-Tiube og
Kuljab til samans. f ár framleiðum við 946 vættir.
En það er alltof lítið. Veðráttan var óhagstæð, veg-
irnir ófærir margir hverjir, og blómin á mórberja-
trjánum sprungu seint út. . . Samkvæmt fimm ára
áætluninni eigum við að afhenda 1804 vættir, og
hefði því marki verið náð, áttum við að fá spuna-
verksmiðju hingað til héraðsins. En framleiðslan
nam aðeins helming þess er áætlað var. Ef okkur
tekst nú að afhenda 2200 vættir næsta ár, þá náum
við því upp, sem ávantaði, og fáum þá líka spuna-
verksmiðjuna. Það skal nást! Og svo þegar byrjað
er á verksmiðjubyggingunni, ætla ég að biðja um að
spila yfir mér internasjónalinn, því að þá verður for-
tíðin gleymd og grafin“.
S. G. íslenzkaði.
Kaapcndnr Réttar
Vegna f járhagsvandræða
„Réttar“ er alvarlega skorað á
alla kaupendur hans út um
land, ao senda áskriftagjaldið
sem fyrst í póstávísun. Qg út-
sölumenn eru áminntir um að
gera upp hið fyrsta.
Hin seina greiðsla áskrift-
argjaldanna veldur því, hve illa
gengur að koma „Rétti“ reglu-
lega út. Utgef.
128