Réttur - 01.06.1936, Side 8
þó flestar nauðsynlegustu vörurnar, sem ísland hvort
sem er þarf að fá frá Þýzkalandi, og lætur aðrar
einfaldlega vera ófáanlegar, en reynir sjálf að kom-
ast yfir sem flestar, bezt seljanlegu, íslenzku vör-
urnar, og að skulda sem mest. Þannig átti ísland inni
hjá Þýzkalandi um áramót 1936 um 11,4 milljón kr.,
— og hafði þó keypt af Þýzkalandi fyrir rúmar 6
milljónir kr., en selt þangað aðeins fyrir rúma 4(4
milljón!! Og svo hefst eftir nýárið kapphlaup —
skipulagt af gjaldeyrisnefnd — um að kaupa sem
mest frá Þýzkalandi. Og afleiðingin er orðin sú,
að fyrstu 4 mánuði ársins 1936 hefir Þýzkaland Vs
af innflutningi íslands, en kaupir aðeins V25 af út-
fluttum vörum þess. Er þessi aðferð nazistastjórnar-
innar hin sama og hún hefir beitt með „góðum ár-
angri“ á Balkan, og gert með henni ríki eins og t.
d. Búlgaríu mjög háð sér.
Samfara þessum auknu áhrifum vegna verzlunar-
bandanna (sem þegar eru farin að koma fram eins
fjandsamleg íslenzkum hagsmunum og Persilsamn-
ingurinn alræmdi ber vott um), vex svo undirróður
þýzku nazistanna hér og mikilsráðandi íhaldsmenn
hneigjast opinberlega að því, að beita aðferðum
þýzku nazistanna, og dreymir nú þegar um fas-
istiskt Island í fyllstu verzlunar. og vináttusambandi
við Þýzkaland. Samskonar aðferðir nazistastjórnar-
innar í Austurríki, Lithauen, Danmörku og víðar,
gefa til kynna, hvað ísland á í vændum.
Það blandast því engum sjáandi manni hugur um
þaö, að sjálfstæði íslands er í hættu. Kapphlaup
íslenzku burgeisanna um auð og völd, hefir Ieitt þá
til að tengjast erlendum bönkum og auðhringum,
slíkum böndum, sem gera þá að erindrekum erlendra
hagsmuna á íslandi, — að landráðamönnum við ís-
lenzkt sjálfstæði. Tvístraðir í samböndum sínum við
erlent auðvald (Eggert Claessen við danskt, Magn.
88