Réttur


Réttur - 01.10.1972, Page 27

Réttur - 01.10.1972, Page 27
Pekingstjórnina í hartnær aldarfjórðung frá aðild að SÞ.1' Með hliðsjón af ofangreindu er forvitni- legt að athuga nánar tildrög og forsendur hinnar bandarísku innilokunarstefnu gagn- vart Pekingstjórninni, svo og ástæður fyrir þeirri stefnubreytingu sem Nixon vottaði fyr- ir heiminum með Kínaför sinni 25. febr. sl. Rætur herkvía- og innilokunarstefnunnar má rekja til afskipta Bandaríkjanna af borg- arastyrjöldinni milli Kuomintang og komm- unista 1946—1949 og þeirra ályktana sem bandarísk stjórnvöld drógu af sigri kínversku byltingarinnar upp úr 1950. Skv. samkomulagi, sem Roosevelt, Chur- chill og Stalín gerðu með sér á ráðstefnun- um í Jalta og Potsdam undir lok styrjaldar- innar, skyldi stjórn Tshang Kæ-sheks taka við æðstu völdum í Kína eftir uppgjöf Japana. Það var í samræmi við grundvallarviðhorf Stalíns til sigurmöguleika byltingarhreyfinga után Sovétríkjanna og vilja hans til að firra Sovétríkin vandræðum, er kynnu að hljótast af stuðningi þeirra við slíkar hreyfingar, að hann komst svo að orði í Potsdam, að „Kuo- mintang væri eina valdið sem gæti stjórnað Kína". McArthur, yfirhershöfðingi liðsafla bandamanna á Kyrrahafssvæðinu, tilnefndi því Tshang Kæ-shek herforingja einn til þess bæran að afvopna japanskar hersveitir við uppgjöf þeirra (14. ágúst 1949). Samdægurs var undirritaður sáttmáli milli þjóðernissinna- stjórnar Tshangs og Ráðstjórnarinnar er tók Það liðu þó ekki nema 17 ár frá stofnun Ráð- stjórnarinnar þar til Bandaríkin, undir forsæti Roosevelts, viðurkenndu hana, þ.e. sigur rússnesku byltingarinnar. Þess er lika að gæta að í kínverska dæminu var Bandaríkjastjórn að þræta fyrir tilveru rikisstjórnar sem réð fyrir 3—4 sinnum fleiri þegn- um en hún sjálf. af öll tvímæli um að hún viðurkenndi hina fyrrnefndu sem einu lögmæm stjórnarvöld landsins. Um það leyti sem Japanir gáfust upp hófst kapphlaup milli beggja aðila. Kín- verskir kommúnistar höfðu verið burðarás- inn í andspyrnunni gegn japanska innrás- arliðinu allt frá 1936, þar sem Tshang lét sér einatt meira um hugað að vinna á þessum bandamönnum sínum en berjast gegn hinum erlendu kúgurum. Það var því ekki að undra þótt forystumenn kommúnista teldu sig ó- bundna af samkomulagi „hinna þriggja stóru" og réttborna til fullrar hlutdeildar í stjórn landsins. Tilskipun MacArthurs var svarað með annarri, undirritaðri af Chu Te herforingja kommúnista, er beint var til deilda Rauða hersins á þeim svæðum, sem hann hafði náð á sitt vald á stríðsárunum: „Afvopnið þegar í stað hersveitir Japana og leppa þeirra, hernemið og takið við stjórn þeirra borga og samgöngumiðstöðva sem Japanir og kínverskir aftaníossar þeirra hafa hingað til haft á valdi sínu". I samræmi við þessa tilskipun treysm kommúnistar tök sín á svæðum nyrst í Kína og í Mansjúríu. Raun- ar hafði sovézki herinn tekið Mansjúríu her- námi á þeirri viku sem leið frá því að Ráð- stjórnin sagði Japönum stríð á hendur — svo sem tilskilið var í Jaltasamningnum — (8. ágúst) og þar til þeir gáfust upp. Ekki svo að skilja að Sovétmenn hafi „afhent" kínversk- um kommúnistum yfirráð yfir Mansjúríu. Þeir gám ekki girt fyrir það að kommúnistar næðu þar undirtökum í sveitunum, en hitt er ómótmælanlegt að sovézki herinn fylgdi fast eftir bókstaf samkomulagsins með því að fá þjóðernissinnum í hendur yfirráð yfir borg- um landsvæðisins. Þar sem Tshang Kæ-shek var lítt við því búinn að veita þessari „gjöf" viðtöku — liðssveitir hans vom langflestar í Suðvesmr-Kína, beiddist hann þess af Ráð- 219

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.