Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 30

Réttur - 01.10.1972, Síða 30
að réttlæta þessa afstöðu með ögrunaraðgerð- um Pekingstjórnarinnar (t.d. handtöku banda- ríska konsúlsins í Mukden og starfsliðs hans í október 1949), og þó sér í lagi með vináttu- og bandalagssamningnum sem Pekingstjórn- in gerði við Sovétríkin í febrúar 1950.1( En þessi skýring stangast á við flestar yfirlýsing- ar bandarískra ráðamanna á árinu 1949, þeg- ar sigur kommúnista í borgarastyrjöldinni blasti við. Að vísu birtist, í hvítbók sem bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út 1949, viðurkenning á því að sigurinn stafaði af stuðningi almennings við „fjárhagslega, stjórnmálalega og félagslega byltingu". I for- mála bókarinnar skrifaði Acheson, þáv. ut- anríkisráðherra, að stjórn Tshang Kæ-sheks væri gjörspillt ,duglaus og blind á réttmætar kröfur kínversku þjóðarinnar. „Það var eklci á færi bandarísku stjórnarinnar að sporna við hörmulegum úrslitum kínversku borgara- styrjaldarinnar .... Þeim réðu innlend, kín- versk öfl — öfl sem við reyndum árangurs- Frá sjónarmiði Pekingstjórnarinnar var gildi þessa samnings aðallega bundið við ákvæðið um gagnkvæma hernaðaraðstoð aðilja, ef annar hvor yrði fyrir árés „Japans eða ríkja sem eru í banda- lagi við Japan". „Bandalag við Sovétríkin veitti Kína hernaðar- og stjórnmélalegan stuðning sem gerði því kleift að slaka á átökunum á hernaðar- sviðinu og hefjast handa um efnahagslega viðreisn innanlands" (J. Gittings: The Origins of China’s Foreign Policy, in: Containment and Revolution, bls. 208). Svo sem komið hefur á daginn eftir að úfar risu opinberlega með „Moskvu og Peking", væntu kínverskir kommúnistar sér meiri efnahags- aðstoðar af hálfu Sovétrkjanna en þeir fengu í raun (300 miljónir dala), og eins þótti þeim súrt í broti að Sovétríkin héldu efnahagsítökum sínum í Sinki- ang. En „einu hefði mátt gilda hvaða lit kínverska ríkisstjórnin bar, hún hefði ekki komizt hjá því, á árunum eftir stríð, að viðurkenna áhrif Sovétríkj- anna í Austurlöndum fjær og semja eftir því." (J. Gittings, op. cit., bls. 208). laust að hafa áhrif á".1’ Af þessu dró Acheson þó ekki þá rökréttu ályktun að ekki þýddi annað fyrir Bandaríkin en að viðurkenna stjórn kommúnista sem löglega stjórn Kína og láta þar með af stuðningi sínum við spill- ingarstjórn Kuomintang sem var um þessar mundir að flytja síðustu reytur sínar yfir á Taiwan. Svo átti að heita að viðurkenning væri til athugunar hjá bandarískum stjórn- völdum síðustu mánuði ársins, en jafnframt sagt að hún væri undir því komin hvort telja mætti hina nýju stjórn njóta stuðnings kín- versku þjóðarinnar og hvort hún væri líkleg til að fylgja alþjóðareglum í samskiptum við aðrar þjóðir. Hvað bæði þessi skilyrði snerti, komst Acheson að neikvæðri niðurstöðu í for- mála sínum að hvítbókinni. Þótt úrslit borg- arastyrjaldarinnar hefðu skv. hans eigin orð- um ráðizt af samspili „innlendra, kínverskra afla" og kínverskir kommúnistar hefðu „í bili getað fengið almenning til stuðnings við sig", væru þeir „verkfæri í þágu erlends stór- veldis" (working in the interests of a foreign power) og lýðhylli þeirra mundi dvína þeg- ar kínverska þjóðin gerði sér þess grein að hún hefði verið ofurseld Sovétríkjunum. Um seinna atriðið kvað hann úrslitum ráða hvernig hin nýjá stjórn mundi meðhöndla „erlenda eignahagsmuni", þ.e. hagsmuni heimsvaldasinna. Nú mátti Acheson hæglega ráða það af samþykktum kínverskra komm- únista að alla samninga og lán sem stjórn Tshangs hafði um samið við erlend ríki á ár- um borgarastyrjaldarinnar, myndu þeir skoða ógild og að engu hafandi, (sbr. ályktun mið- stjórnar kommúnistaflokksins frá febr. 1947). Hvað sem líður seinni tíma réttlætingu bandarískra stjórnarvalda á afstöðu þeirra til Pekingstjórnarinnar, er það ljóst mál að ') Tilvitnað eftir D. Horovitz: Bandaríkin og þriðji heimurinn, bls. 26—27. 222

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.