Réttur


Réttur - 01.10.1972, Qupperneq 36

Réttur - 01.10.1972, Qupperneq 36
arþjóðfélagsins. Og að vissu leyti varð hann aðal- hugsuður þeirrar stefnu, þótt Bakunin ryddi þar brautina. Sjálfur var Krapotkín af æðstu fursta- ættum Rússlands, varð framúrskarandi visindamað- ur, — sem landfræðingur hafði hann mestan áhuga á rannsókn jökla I Skandinaviu. Eftir að hann varð anarkistiskur kommúnisti, fórnaði hann öllum frama, er honum stóð opinn, hóf byltingarstarfsemi með öllu þvi, sem henni fylgdi: fangelsunum, útlegð o. s. frv. Af bókum hans eru frægastar og beztar: ,,Samhjálp" (þýdd á dönsku af Emmy Drachmann og gefin út 1902: „Gensidig Hjælp") og „Endur- minningar stjórnleysingja" (þýdd á íslenzku undir heitinu: „Krapotkin fursti, sjálfsævisaga byltingar- manns" af Kristínu Ólafsdótutr lækni 1942). Krap- otkin dó í Sovétríkjunum 1921. Bucharin talaði meðal annara við gröf hans sem fulltrúi Kommún- istaflokksins. Ein af stærri götum Moskvuborgar ber nafn hans. Guðjón var andlega skyldur Krapotkin í því að leggja fyrst og fremst siðferðilegan mælikvarða á fyrirþrigði lífsins og þjóðfélagsins og ef til vill hefur fórnfýsi Krapotkins verið honum nokkurt for- dæmi, er hann tók þá ákvörðun að fórna öllum frama og halda heim til þess að reyna að vekja alþýðu og efla til sjálfshjálpar og baráttu. En þá hefur og annað ýtt undir þessa ákvörðun hans. Guðjóni varð það Ijóst, er hann lá þunga legu í Höfn fyrsta veturinn þar að sjúkdómur hans var ólæknandi, en „dauðanum kveið hann litið", segir Sigurður Nordal og vitnar síðan í bréf, þar sem Guðjón segir: ,,Ég hef oft óskað þess, að ég gæti sagt eða gert eitthvað gott og farið svo veg allrar veraldar." Og Guðjón Baldvinsson hélt heim vorið 1908, til að nota í þágu hugsjónar sinnar þau fáu ár, sem hann átti ólifuð. HEIMA 1908—9 Guðjón kom heim í Svarfaðardalinn að því er Guðrún Friðfinnsdóttir segir frá: „mjög lasinn og lagðist stuttu eftir að hann kom heim. Hann lá lengi og var þungt haldinn fyrst. Batinn kom hægt. Seinni partinn um sumarið fór hann að klæðast og sat úti, þegar bezt var veður. Næsta vetur var hann heima, oft mjög lasinn." (Úr viðtali við Guð- rúnu). En eftir nýárið fer Guðjón inn á Akureyri til þess að kenna við Gagnfræðaskólann þar fyrir Stefán skólameistara Stefánsson, er fór þá suður á Al- þing. Og aftur hefjast þessi eldþrungnu áhrif, sem Guðjón hefur á nemendur sina, i tímum og utan þeirra. Meðal þeirra, sem Guðjón hefur mest og varanlegustu áhrif á eru: Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi, sem þá var í þriðja bekk eins og eftirtalin. Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona, sem 1916 varð kona Steinþórs Guðmundssonar. Jón Gauti Pétursson frá Gautlöndum nú nýlátinn í hárri elli, — og systir hans Hólmfriður Pétursdóttir, sem siðar varð kona Sigurðar skálds á Arnarvotni, og lifir hún ein þessa hóps. Vafalaust hafa fleiri en þessi fjögur orðið fyrir miklum áhrifum af eldmóði Guðjóns, því hann flutti og fyrirlestra í Ungmennafélagi Gagnfræðaskólans ásamt þjóðskáldinu séra Matthíasi Jochumssyni og Guðmundi Friðjónssyni frá Sandi. Af þeim bekkjar- bræðrum hinna fyrrnefndu fjögra, sem síðar urðu kunnir að róttækni má nefna Jónas Þorbergsson, siðar útvarpsstjóra, og Þórhall Bjarnason prentara. En í 2. bekk var þá m.a. Finnur Jónsson. Jón Gauti var þennan vetur skólaumsjónarmaður, en Ingiþjörg Benediktsdóttir var ritari Ungmennafélagsins, for- maður þess var Hallgrímur Hallgrímsson. Það samfélag, er tekst með Guðjóni og þessum fjórum fyrrgreindu, hefur orðið mjög frjótt. Guðjón hefur tvímælalaust rætt við þau nauðsynina á að gefa út tímarit um þessi þjóðfélagsmál, sem þau voru að ræða. Og einmitt Þórólfur i Baldursheimi verður til að framkvæma þá hugmynd nokkrum árum síðar, þegar til koma og aðrir kraftar, meðal þeirra Jónas frá Hriflu, sem Guðjón hafði og vakið. Því er það að þegar „Réttur" hefur göngu sína 1916 að Þórólfur biður Sigurð Nordal að skrifa minningargrein um Guðjón í „Rétt" og Sigurður segir í upphafi sinnar ágætu greinar, er hann legst gegn þeim vana að skeyta orðinu heitinn aftan við nafn dáins fólks og kveður Guðjón lifa: „Hann lifir meðan mynd hans lifir í huga vina hans, og meðan þeir halda uppi þeim hugsjónum, sem voru honum dýrmætari en lífið sjálft. Hann lifir líka í tímariti eins og „Rétti“, sem m.a. á honum upp- runa sinn að þakka." Látum oss nú heyra bergmálið af áhrifum Guð- jóns á þessa ungu menn. (Þeir voru að vísu ekki mikið yngri en Guðjón. Þórólfur er þá t.d. 22 ára, en Guðjón 25). 228
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.