Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 40

Réttur - 01.10.1972, Síða 40
byrjað að gefa út blað, er „Dagur" hét 24. febr. 1909 og haldið því áfram til 12. mai 1910. Lýsti blaðið því sem stefnu sinni að vera „málsvari alþýðuflokksins* gegn þeim, er þröngva vilja kosti hans á einhvern hátt. Og kjörorð blaðsins var: „Alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi." Þann 24. marz var auglýst í blaði þessu fund- arboð með verkafólki um stofnun verkamannafé- lags og talaði Guðmundur þar fyrir hönd undir- búningsnefndarinnar. Þann 10. júní birtist þar for- siðugrein „Sporin hræða" gegn auðvaldi erlendis og heima. Og 22. sept. er forsíðugrein „Auðvaldið og smælingjarnir". Birti Guðmundur mörg sinna ágætu kvæða í blaðinu og ennfremur voru þar velviljaðir ritdómar um „Andvökur" Stephans G. og „Kvisti" Sigurðar Júl. Það er því greinilegt að róttækni er mjög mikil á Isafirði og kom fram á mörgum sviðum. Guðjón Baldvinsson umgekkst mikið hina rót- tæku áhugamenn. Hann kom mikið á heimili Guð- mundar skálds og Ölínu konu hans. Þau bjuggu þá á Smiðjugötu 11, efri hæð. Guðrún Tómasdóttir, sem síðar varð kunn undir skáldheitinu Arnrún á Felli, bjó þá á neðri hæð þess húss og kynntist Guðjóni hjá Guðmundi. Kann hún margt að segja frá þeim kynnum, hve vekjandi Guðjón var, óspar á að lána henni og fleirum bækur um þjóðfélags- mál og fagrar bókmenntir. Gat hún þess sérstak- lega að eitt sinn, er hún ásamt ungu kynslóðinni var með mestu hrifninguna í sjálfstæðisbaráttunnl og hélt allt væri fengið með því að losna undan „oki" Dana, þá hefði Guðjón sagt með þeirri hóg- værð, er honum var eiginleg: „Þetta er nú aðeins fyrsta sporið, þvi hér er flest ógert og við getum þá ekki kennt Dönum um allt sem aflaga fer — og það gæti komið sér illa fyrir suma,“ bætti hann við gletnislega. Guðrún kvað Guðjón einnig oft hafa heimsótt sira Guðmund frá Gufudal, sem var brautryðjandi sósíalismans þar vestra, bæjarfulltrúi og mikil- virkur höfundur greina og ræðumaður mikill og sérkennilegur. Voru þeir og fleiri róttækir menn starfsamir í stúkunni þar, en í kjallara Góðtempl- arahússins voru oft fundir og skemmtanir. Minnt- ist Guðrún ræðna, er Guðjón hafði haldið þar á fundum, — og kvað spjallið við hann hafa verið * „Alþýðuflokkur" er notað hér í merkingunni al- þýðufólk, alþýða. svo eftirsótt á skemmtunum að oft hefði unga fólkið hnappazt þar utan um hann — Guðjón dans- aði ekki — og hlustað á hann svo hugfangið, að það gáði þess eigi að dansa! Nemendur Guðjóns, — m. a. Jón Maríusson, siðar bankastjóri, Brynjólfur Jóhannesson, síðar leikari, o. fl. — mlnnast hans sem indæls manns og ágæts kennara, en kynntust honum ekki nánar sakir aldursmunar. Guðjón skrifaði allmikið í blöð um þetta leyti. I „Vestra" á Isafirði birtist 10. okt. 1910 eftir hann ritdómur um „Dagrenningu" eftir Jón Jónsson sagn- fræðing (Aðils) og „Ævisögu Benjamins Franklíns", þar sem hann ræðir m.a. böl hernaðar og sýnlr fram á nauðsyn alþjóðahyggju samfara ættjarðar- ást. Þá birtist og í „Norðurlandi", 13. og 20. mai 1911, grein um „Kosningarétt", sem byrjar með orðunum: „Jafnréttiskrafan fer eldi um löndin" — og krefst hann þar einkum kosningaréttar fyrir konur. Guðjón hefur því verið mikilvirkur þennan vetur, þótt veikur væri. „Andlega þrekið og áhuginn hélt honum uppi, þegar aðrir hefðu lagt árar í bát", sagði Guðrún Tómasdóttir um hann. En ei má sköpum renna. Um vorið ágerðist sjúk- dómur hans, hann lá stutta legu á gamla sjúkra- húsinu og andaðist 10. júní 1911. Síra Þorvaldur Jónsson jarðsöng hann. Virðist það ekki hafa kom- ið að „sök" að Guðjón var harður andstæðingur kirkju og kristindóms og sagði sig úr þjóðkirkjunni á Isafirði 23. des. 1910 og var utan trúarfélaga. Þorri bæjarbúa fylgdi honum til grafar, því hann var orðinn þar vinsæll mjög, svo sem frásagnir blaðanna af láti hans bera með sér. „Vestri" segir hann áhugasaman „um heill lands og lýðs og dreng hinn bezta". I „Norðurlandi" ritar Sig- urður Hjörleifsson ritstjóri, talar um „fölskulausa ást hans á sannleikanum" og seglr hann harm- dauða „öllum þeim, er gerðu sér grein fyrir hinum miklu hæfileikum hans og þá ekki síður því, hvað hann var góður og göfugur drengur." Vinir Guðjóns reistu honum minnisvarða á leiði hans, líklega að frumkvæði Sigurðar Nordal, en mynd af Guðjóni í steininn hjó Ríkarður Jónsson og er það fyrsta lágmynd þess listamanns. ☆ O ☆ Guðjón Baldvinsson deyr aðeins 27 ára að aldri, hefði orðið 28 ára, ef hann hefði lifað þrem vikum lengur. Hlutverk hans hvað sósíalismann snertir 232

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.