Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 49

Réttur - 01.10.1972, Side 49
August Bebel Forna dómkirkjan í Basel sjálfstæðishreyfingu undirokaðra þjóða innan við- komandi stórveldis. Þingið fagnar rísandi baráttu verkalýðsins í því keisaralega Rússlandi, höfuðvígi afturhaldsins, en leggur höfuðáherzlu á hlutverk verkalýðsins í Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi að hindra auð- vald þessara landa í þeirri „glæpsamlegu vitfirr- ingu“ sem heimsstyrjöld væri. Þingið heitir á verkamenn allra landa að „beita afli hinnar alþjóðlegu samheldni verkalýðsins gegn heimsvaldastefnu auðvaldsins." Það aðvarar yfir- stéttir landanna og minnir þær á að þýzk-franska stríðið 1871 hafi leitt til Parísarkommúnunnar og rússnesk-japanska striðið til uppreisnarinnar 1905. Síðan segir: „Það væri vitfirring, ef rikisstjórnirnar skildu ekki, að bara hugsunin ein um ógn heimsstyrjald- ar, hlýtur að valda reiði og fordæmingu allrar al- þýðu. Verkamenn (öreigarnir) lita á það sem glæp að skjóta hver á annan til þess að auka gróða auðmannanna, metnað konungsættanna og til heiðurs fyrir leynisamninga utanríkisráðuneytanna.11 Þingið lýsir auðvaldið ábyrgt fyrir afleiðingum styrjaldar. „Verkalýðurinn mun beita öllu afli sinu og at- orku til þess að koma í veg fyrir tortímingu blóm- ans hjá öllum þjóðum, sem nú er ógnað með fjölda- morðum, hungri og pestum." Og ávarpinu lýkur með skírskotun til sósíalista og verkamanna allra landa að vera á verði og beita öllum ráðum til að hindra stríð. Síðustu orðin voru: „Sýnið auðvaldsheimi arðráns og fjöldamorða andstæðu sina: friðar- og bræðralags-veröld verka- lýðsins." Ávarp Baselþingsins var því, þrátt fyrir alla galla, mjög eindregið. Þegar Lenín fjórum árum 241

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.