Réttur


Réttur - 01.04.1978, Side 2

Réttur - 01.04.1978, Side 2
Nú reið á að sýna að íslendingar væru menn, og þjóðin sjálfstæð, réðu sjálfir stjórn sinni. En þá brast kjarkurinn hjá vissum Krötum og Mogginn froðufelldi af ofstæki: „Kommúnisti forsætisráðherra á íslandi!“ Eftir smán- arlegar ófarir Englands við Suez og ísland, og ósigur blóðidrifins árásar- hers Bandaríkjanna í Víetnam, þá áttu nú þessi ósköp að bætast ofan á: Hann Lúðvík - verri en Nasser, sigurvegari í viðureign við England og Vestur-Þýskaland, - forsætisráðherra á íslandi. - Hvað yrði um veslings NATO - með allar sínar atómbombur - ef þjóðir þess tækju upp á að fram- kvæma lýðræðið í alvöru. Og drauðhræddir drottnar auðsins í aðalstöðvum NATO, austanhafs og vestan, hétu á sína gömlu þægu þjóna að bjarga sér nú út úr þessum voða. Einstaka menn, eins og Ólafur Jóhannesson brugðust við sem íslendingar - og skeyttur engu „erkibiskups boðskap" - þótt frá Brussel kæmi. En and- legu aumingjarnir láku niður, þeir voru svo vanir því að hlýða þessu kalli. Enn er óséð hver endirinn verður, þá þetta er skrifað. - En eitt er víst, það er ekki nóg fyrir íslenska alþýðu að gefa Alþýðuflokknum atkvæða- fýlgu, er forðar honum frá dauða - það þarf líka að gefa honum kjark til að þora að standa við hlið Alþýðubandaiagsins í baráttunni fyrir lífsafkomu og frelsi verkalýðsins - hvað sem þeir háu herrar, peningafurstar heims, segja. 26. ágúst 1978. - E. O.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.