Réttur


Réttur - 01.04.1978, Side 32

Réttur - 01.04.1978, Side 32
Kvennakvikmyndir ,,Kvennabókmenntir“ er hugtak sem við heyrum æ oftar, og á sama hátt er nú farið að tala um „kvennakvikmyndir“. Oftast er þá átt við kvikmyndir sem kon- ur stjórna, og sem fjalla jafnframt um máleíni kvenna eða sýna heiminn út frá sjónarhorni þeirra. Þessar kvikmyndir hafa átt mjög erfitt uppdráttar á hinum „almenna kvik- myndamarkaði“ þar sem bandarísk stór- fyrirtæki ráða ríkjum. Sums staðar hafa því konur gripið til þess ráðs að skipu- leggja kvikmyndahátíðir þar sem ein- göngu hafa verið sýndar kvennakvik- myndir. Ein slík var t. d. haldin í Kaup- mannahöfn í árslok 1976. Fyrir hefur Jdó komið að kvennamynd- ir hafa hlotið náð fyrir augum gagnrýn- enda og áhorfenda. Má Jrar nefna sem dæmi myndir ungverska leikstjórans Mörtu Meszaros, en ein þeirra, „Ættleið- ing“ var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í febrúar sl. Einnig norsku myndina „Eiginkonur" eftir Anja Breien (sýnd í Hafnarbíói í fyrra) og dönsku „Eiginkonur". 104 myndina „Ta’ det som en mand, frue“, sem stjórnað er af Jjremur konum sem kalla sig Rauðu systurnar og hafa einnig stjórnað ágætri sjónvarpsmynd, „Er ég að ljúga?“ sem íslenska sjónvarpið sýndi nú í sumar. Sænska leikkonan Mai Zett- erling hefur líka stjórnað nokkrum á- hugaverðum kvennamyndum á undan- förnum áratug. Loks má geta Jress, að í Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi framleiða konur fjölmargar kvikmyndir á ári hverju. Erindi kvenna En livert er J^á erindi kvenna inn í þennan karlaheim, sem kvikmyndalistin er? Hvað hafa þær fram að færa sem karl- ar hafa ekki margoft sagt, miklu betur en þær? í rauninni gildir hér Jrað sama og í bókmenntum og öðrum listgreinum. Munurinn er e. t. v. aðeins sá, að kvik- myndir (og sjónvarp) eru svo gífurlega stór þáttur í lífi nútímafólks, og fer hlut- ur þeirra vaxandi, á kostnað annarrar menningarneyslu. Það sem konur liafa meðferðis inn í þennan heim er fyrst og fremst reynsla, sem er „öðruvísi". Barátta Jæirra snýst fyrst og fremst um réttinn til að vera öðruvísi, liugsa öðruvísi og knýja fram viðurkenningu Jrjóðfélagsins á sögulegri reynslu kvenna. Vissulega hlýtur þetta að hafa í för með sér úttekt á hjónabandinu, fjölskyldunni og eiginkonu+móðurhlut- verkinu. Þeim fyrirbærum, sem til skamms tíma hafa verið konunni allur heimurinn, en karlinum aðeins stuttur kafli í langri sögu um metorða- og frama- leit í heimi samkeppninnar. Hver eru viðhorf kvenna til þessara fyrirbæra? Og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.