Réttur


Réttur - 01.04.1978, Qupperneq 36

Réttur - 01.04.1978, Qupperneq 36
hjálpa þeim sem verða saklaus fórnar- lömb kerfisins. Hanne Reintoft hefur skrilað m. a. bækurnar „Kvinder og politik" 1973 og „Om familien, 1 og 2,“ 1977. Bækur hennar „Om familien“ eru ekki aðeins athyglisverðar fyrir félagsfræðinga og rauðsokka heldur og hvern þann sem býr í samfélagi við aðra og lætur sig fjölskyld- una varða því öll höfum við reynslu af fjölskyldu - góða eða illa — eins og H. R. tekur fram í fyrsta þætti bókarinnar „Om familien 1“, þætti sem hún kallar „Hvað er fjölskyldan?" Síðan rekur hún hinar ýmsu gerðir fjölskyldu og þá fyrst hinar frumstæðu. Við lesum forviða um tvö gjörólík þjóðarbrot í Nýju Gíneu og frjálsar konur í Mangalandi í hinni þurru Vestur-Alríku. Þá er röðin komin að hinni sósíölsku fjölskyldu, fyrst í Tjadtjikistan, Sovétríkjunum, Austur- Þýskalandi og síðast Kúbu. Kaflinn um Tjadtjikistan hafði djúp áhrif á mig. Landið er fjallaland í Mið- Asíu og á landamæri að Kína, Alganistan og íran. Þarna búa 3,5 milljónir manna og framleiða bómull og ávexti. Náttúru- auðlindir eru miklar. Höfundur rekur á ógleymanlegan hátt hvernig kúgaðar konur þessa fyrrum hirðingjaþjóðfélags hrista smátt og smátt af sér klafann á ára- tugunum 1920-40 eltir að Sovétríkin taka þar völdin. Eiginmenn og bræður höfðu allan rétt til að refsa konum og jafnvel drepa þær vegna óhlýðni. Þegar stúlkum var gefinn kostur á að ganga í skóla komu ævareiðir afturhaldsseggir og klipptu hinar mörgu, smáu fléttur stúlknanna sem voru tákn þess að jrær væru ógiftar. Síðan urðu feðurnir að taka dætur sínar af líli jiví að þær höfðu verið svívirtar og áttu enga möguleika á hjóna- bandsmarkaðinum framar. Svona fór líka fyrir þeim konum sem köstuðu blæjunni eða vildu ekki sætta sig við að vera eigin- kona númer 2 eða 3. Þá voru lögin þeirra megin. í höfuðborg landsins, Dushanbee, er stór fjöldagröf sem geymir lík margra Jjessara myrtu kvenna. — Höfundur hefur sjálfur verið þarna á ferð - að vísu hálfri öld síðar — og talað við unga og aldna. Hver kafli vekur til umhugsunar og hver á sinn hátt. Á eftir hverjum efnis- Jtætti dregur höfundur saman í stuttu máli þær niðurstöður sem hún hefur komist að. - Spurningar vakna hjá les- andanum. Aukið sjálfstraust og fjárhags- legt öryggi kvenna í Austur-Þýskalandi veldur Jrví að þær setja fram nýjar og breyttar kröfur til sambýlismanna og fjölskyldulífs. Hvað annað? - Og vissuð Jrið að það eru lög á Kúbu að vinni báðir foreldrar úti þá skiptast heimilisverkin jafnt. Skyldi það hjálpa? Næsti þáttur Ijallar um fjölskylduna í iðnaðar|)jóðfélagi Vesturlanda. Þá er röð- in komin að langstærsta hluta bókarinn- ar eða fjölskyldunni í Danmörku í dag. Þarna kemur hin 20 ára reynsla H. R. sem félagsfræðings glöggt í ljós. Af djúp- um skilningi og miklu raunsæi fjallar hún um hin ýmsu vandamál sem við ým- ist þekkjum af eigin reynslu eða afspurn; ástina, kynlífið, sambúðina, gelgjuskeið- ið, fyrsta barnið, hin ýmsu aldursskeið og erfiðleikana sem þeim fylgja og síðast en ekki síst ellina. í lok þessa Jráttar er alar athyglisverður kalli um neysluna og neyslusamfélagið. Höfundur sýnir fram á hvernig einkum konur og unglingar eru fórnarlömb auglýsinga ogvöruneyslu tískunnar sem í sífellu krefst Jress að við kaupum nýtt og nýtt. H. R. segir: „Gall- inn er ekki sá að við óskum okkur hlut- 108
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.