Réttur


Réttur - 01.04.1978, Page 41

Réttur - 01.04.1978, Page 41
Frá landsfundinum þar sem Ásgeir Blöndal flutti þessa ræðu. flokkur þarf líka að kunna að hlusta, kunna að leggja eyru við jörð til að nema dyn aðfarandi veðra. ()g það er raunar ekki nóg, hann verður líka að kunna að hfusta á raddir liðsmanna sinna og á raddir þess fólks sem barist er með og barist er fyrir og stendur kannski all- Ijarri. I>ær raddir kunna á stundum að vera ógreinilegar og það sem ýjað er að °ljóst og jafnvel mótsagnakennt, en þau sannindi, sem þar kunna að felast, á góð- llr flokkur að sía frá, skýra og ydda og bæta þeim í vopnabúr sitt. Góður flokk- Ur verður að varðveita jarðsamband sitt. hessi skilgreining mín á góðum verka- lýðsflokki er vísast ófullkomin, en ég v°na að hún sé eitthvað í áttina. Og ósk *nín er sú að flokkur okkar megi tileinka Ser þessa eiginleika í sem ríkustum mæli. Ekki skal ég leyna því að mér finnst á stundum eins og það sé dálítið reimt í Eringum Alþýðubandalagið og að þar séu á sveimi ýmis og ólík fyrirbæri. Ég þykist kenna þar anarkisma af margskon- ar tagi, afturhverfa rómantík, trotskisma og ýmsa gamla barnasjúkdóma vinstri hreyfingar. Stundum er þar á ferð eins- konar dalakofa-sósíalismi eða þá marx- isminn í leikfangalandi sem skyldar ekki nokkurn mann til neins. Um sírenusöng venjulegs kratisma skal hér ekki rætt né heldur afskræmdar vestrænar útgáfar af sósíalískum viðhorfum runnum upp á fjarlægum slóðum og við gjörólíkar að- stæður. Oll þessi fjölbreytni orkar dálítið und- arlega á gamlan kommúnista, sem var kennt það í æsku að sósíalisminn væri kenningin um skilyrðin fyrir frelsun verkalýðsins og barátta í anda þeirrar kenningar. I>að er að vísu eðlilegt og ekk- ert nýtt að uppi séu ýmis tilbrigði í þess- um fræðum og að ólíkar sögulegar for- sendur og félagslegar aðstæður láti þar t. d. til sín taka. En fjölbreytnin nú virð- ist óvenju mikil og hræringarnar marg-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.