Réttur


Réttur - 01.04.1978, Page 52

Réttur - 01.04.1978, Page 52
Jafnframt lögðum við á fyrsta fundin- um með Alþýðuflokknum áherslu á að gera ýmsar róttækar breytingar á efna- hagskerfinu; nú dygðu ekki gömlu íhalds- úrræðin, nú yrði að fara aðrar leiðir. Reynslan hefði dæmt gömlu aðgerðirnar úr leik. Á þessum fyrsta fundi var og rætt um vinnubrögð. Var ákveðið að skipta við- ræðunefndinni í tvo vinnuhópa, þar sem annar fjallaði um efnahags- og atvinnu- mál, en hinn um önnur mál. í lok þessa fyrsta fundar var einnig rætt um utanrík- ismál. Þar ítrekuðu báðir flokkar afstöðu sína: Alþýðubandalagið vildi stuðla að brottför hersins, en Alþýðuflokkurinn taldi að lierinn ætti að vera áfram í land- inu „við óbreyttar aðstæður". Alþýðuflokksmenn tóku vel tillögum Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum, tillögum um niðurfærslu verðlags og millifærslu fjármuna. Strax á fyrsta degi viðræðnanna kom fram af hálfu Alþýðu- flokksins að hann kysi frekar að Sjálfstæð- isflokkurinn yrði dreginn til viðræðna við flokkana tvo en Framsóknarflokkur- inn. Af hálfu Alþýðubandalagsins kom hið gagnstæða þegar í stað fram. Daginn eftir héldu undirnefndirnar fundi sína árdegis, en síðdegis hófust fundir viðræðunefndanna í heild, þar sem mjög almennt var farið yfir málin. Þar kvaðst Alþýðubandalagið vilja kanna viðhorf Framsóknar til vinstristjórnar- viðræðna. Var því tekið sem eðlilegum viðbrögðum af AlþýðuHokksnHÍnnununi og var fundum síðan frestað fram yfir helgi. Að morgni mánudagsins 10. júlí átti Lúðvík Jósepsson fund með formanni Framsóknarflokksins Ólafi Jóhannessyni. Þar kom fram hjá Ólafi að flokkur hans væri tilbúinn til þess að taka þátt í við- ræðum um myndun ríkisstjórnar, vinstri- stjórnar. Áður hafði Framsókn lýst því yfir að „sigurvegarar“ kosninganna ættu að mynda stjórn saman, en Framsókn vildi veita henni hlutleysi sitt. Lúðvík skýrði frá þessum viðræðum við Ólaf á lundi viðræðunefnda Alþýðu- flokks og Alþýðubandalagsins síðdegis mánudaginn 10. júlí Varð það einróma álit aðilanna að nú væri kominn tími til þess að líta svo á að könnunarviðræðun- um væri lokið en unnt að hefja stjórnar- myndunarviðræður. Þá lá fyrir að Alþýðubandalagið hafði liaft frumkvæði að viðræðum við Fram- sókn og hafði átt viðræður við Alþýðu- flokkinn. Einhverra hluta vegna ákvað forseti íslands þó að fela Alþýðuliokkn- um, Benedikt Gröndal, að reyna að mynda ríkisstjórn. Dró Þjóðviljinn þá ályktun að það hlyti að stafa af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gefið í skyn að hann teldi eðlilegt að Benedikt byrjaði tilraunir til stjórnarmyndunar. Það var svo að morgni 13. júlí sem Benedikt Gröndal var falið að hefja tilraun til st j órnarmyndunar. En fyrsta verk Benedikts Gröndals var að skrifa Alþýðubandalaginu og Sjálf- stæðisflokknum bréf þar sem hann fór fram á það að flokkarnir tækju þátt í stjórnarmyndunarviðræðum ásamt Al- þýðuflokknum. Bréf Benedikts barst Al- þýðubandalaginu um níuleytið að kvöldi þess 13. júlí. Morguninn eftir hófst fund- ur þingflokks Alþýðubandalagsins þar sem bréfi Benedikts var svarað og varð niðurstaða þingmanna flokksins einróma sú, að hafna viðræðum við íhaldið unr leið og bent var á að Alþýðubandalagið teldi rétt að reyna vinstristjórn. „Alþýðu- 124

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.