Réttur


Réttur - 01.04.1978, Page 58

Réttur - 01.04.1978, Page 58
áherslu á að samhliða því að kjarasamningarnir taki gildi verði tekjuskattstigum breytt þannig að skattar hækki á háum tekjum og þannig stefnt að meiri launajöfnuði á rauntekjum launafólks. 2. Alþýðubandalagið er reiðubúið að taka upp við- ræður við samtök iaunafólks um breytingar á verðtryggingu launa i sambandi við vfsitölu- grundvöll o. fl. Það tclur að að jrví beri að stefna í verðtryggingu launa að verðlagsbætur séu sem jafnastar en tryggi þó launafólki fullnægjandi bætur gegn hækkandi verðlagi. 3. Alþýðubandalagið er mótfallið þeirri tillögu scm felst í 4. lölulið annars skjalsins þar sem segir: „Framkvæmd verði óhjákvæmileg breyting á gengisskráningu og Icitað umsagnar Seðlabankans um jrað atriði". Hér er um að ræða tillögu um að fella gengið sem nemur minnst 15%, ef miða á við Jrær upp- lýsingar sem fyrir liggja um útreikninga Seðla- bankans. Aljrýðubandalagið vill leysa vanda út- flutningsatvinnuveganna á annan hátt eins og fram kemur í tillögum flokksins. 4. Aljrýðubandalagið gettir fallist á j)á stefnumörk- un sem felst í tölulið 2 um frestun rfkisfram- kvæmda, enda takist samkomulag um hvaða framkvæmdum yrði frestað. 5. Svar Aljrýðubandalagsins við tölidið 5 um niður- greiðslu og verðlækkun kemur fram í tillögum flokksins. 6. Aljrýðubandalagið er sammála jrví að upp verði teknar viðræður við launþegasamtökin sbr. tölu- lið 6., og er reiðubúið til slikra viðræðna hvenær sem er. Það leggur hins vegar áherslu á að eðli- legast væri, að áður en til sl/kra viðræðna kæmi, lægi fyrir sameiginleg afstaða flokkanna til jjeirra megin vandamála í efnahagsmálum sem við cr að glíma. Fylgiskjal V Tillögur Alþýðubandalagsins í viðræðunum um vinstristjórn lagðar fram 26. júlí: I, Fyrstu aðgerðir i efnahagsmálum Fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum verði miðaðar við: að tryggja rekstur atvinnuveganna til áramóta að draga úr verðbólgunni að tryggja frið á vinnumarkaði. Framkvæmd fyrstu aðgcrða væri miðuð við að taka gildi strax og ný stjórn hæfi feril sinn, ]). e. á tímabilinu 1.-15. ágúst 1978. Framkvæmdartími fyrstu aðgerða væri næstu 5 mánuðir. Að honum loknum tæki við ný efnahags- stefna sem fæli í sér víðtækari ráðstafanir og ætlað væri að koma á grundvallarbreytingum á hagkerf- inu, m. a. minnkun milliliðakostnaðar, stóraukna áherslu á umbætur og hagkvæmni í atvinnurekstri og breytta skattlagningu. Fyrstu aðgerðir skiptast í 5 höfuðþætti: 1. Niðurfærsla verðlags scm næmi um 10% í verð- Iagsvísitölu. 2. Lækkun vaxla, einkum af rekstrarlánum lil at- vinnuveganna. Lækkunin næmi um \/3 af núgild- andi vöxtum og jafngilti um 8-10% f launa- greiðslum útflutningsatvinnuveganna. 3. Millifærsla fjármagns til útflutningsgreina sem næmi um 3000 m. kr. til áramóta. 4. Kjarasamningarnir taki gildi frá 1 .september 1978. 5. Aðrar ráðstafanir. 1. Niðurfeersla verðlags: jafngildi 10% i vcrðlags- visitölu Vísit. Kostn. áhrif riklssl- m. kr. a. Lækkun sölusk. um 7 stig í 5 mán 4,5 5.460 b. Auknar niðurgreiðslur um 1325 m. 3,0 1.325 c. Lækkun verslunarálagningar um 10% — sem nemur um 3% verðlags - lækkun 1,5 d. Aðrar verðlagslækkanir á þjónustu og fleiru 1,0 10,0 6.785 Ráðstafanir til að mccla tekjutapi rikissjóðs: a. Hækkun tekju- og cignaskatls á háar lekjur og miklar eignir. Viðauki við gjöld lögð á á Jjcssu sumri 2.000 m. b. Lækkun rekstrarútgjalda 1.000 m. c. Lækkun framkvæmdaútgjalda 1.000 m. d. Aukin sala verðtryggðra spariskfrteina 1.000 m. e. Sérstök skattlagning á eyðsluvörur, ferðagjaldeyri o. fl. 1.800 m. 6.800 m. 2. Lrekkun vaxta Vaxtalækkunin yrði látin ná til allra afurða- og 130

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.