Réttur


Réttur - 01.04.1978, Page 68

Réttur - 01.04.1978, Page 68
erlendis, og er einn ríkasti maður Afríku. Þeir sveltandi voru ekki spurðir, er fyrir- mæli Kanans voru ákveðin. En undrast nokkur þó þeir rísi upp? (Aðalheimild: Spiegel, 5. júní 1978, bls. 131-132). Alþjóðleg samhjálp alþýðu Morgunblaðið heimtar 16. júlí 1978 alþjóðlega samhjálp verkalýðsfélaganna bannaða. Þeir níðingar, sem forðum sveltu íslenskan verkalýð, svo það sá á börnum hans, og notuðu sér atvinnu- leysið og eymdina til að reyna að lækka kaup þeirra og sundra fjölskyldum þeirra - þeir vilja nú koma í veg fyrir að verka- menn allra landa hjálpi hver öðrum í stéttabaráttunni fyrir brauði og vinnu með því að banna með lögum aðstoð frá verkalýð eins lands til annars. Kúgunar- eðlið er enn hið sama sem fyrrum (sbr. Spánarsöfnunina 1936, sem Mogginn heimtaði bannaða). En verkalýður ís- lands sem annarra mun ekki láta þessa kúgara banna sér samhjálpina hver við annan. Og hvernig er þetta þokkalega mál- gagn auðstéttarinnar í Reykjavík til kom- ið? Það voru hálfdanskir stórkaupmenn í Reykjavík, sem á sínum tíma (1919) kúguðu íslenskan ritstjóra til að selja sér blað, er hann hafði stofnað, með því að hóta ella að stofna nýtt dagblað og svipta Morgunblaðið öllum auglýsingum kaup- manna. Þannig komst þetta blað í klærn- ar á kaupmannavaldinu og hefur verið þar síðan. Og hvaðan fá vinir aðstandenda þessa blaðs fé? Amerískur innrásarher greiðir aðstandendum þess of fjár fyrir verk, er þeir láta vinna á Keflavíkurvelli - slíkar fjárfúlgur að þeir vita vart hvað við skal gera: byggja stórhýsi, útbýta í kosninga- sjóði o. s. frv. — Auðmenn og hervalds- drottnar Bandaríkjanna þekkja sína - og peningar frá þeim mega renna í stríðuni straumum til vissra manna, eitt sinn hét það Marshall-gjafir, nú ber það nýtt nafn. En ef verkalýðurinn ætlar að berjast gegn fátækt og kúgun, þá skal banna alla samhjálp. Níðingarnir frá 9. nóvember eru enn við sama heygarðshornið. Carl Madsen látinn Carl Madsen lést sl. vor. Hann vai' fæddur 1903, nam lögfræði og varð fram- úrskarandi lögfræðingur. Frægur varð hann ekki síst í Danmörku fyrir vörn í málum, þar sem 1 ítilmagnar eða ofsóttii' aðilar áttu í hlut. Var hann m. a. verj- andi ýmissa verkalýðsfélaga svo sem sjó- mannasambandsins og á síðustu árum sín- um varði hann frækilega fyrir rétti íbúa Christaníu, þessa gamla hverfis í Kaup- Carl Madsen. 140

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.