Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 8

Réttur - 01.01.1981, Page 8
 þeirra bjóða frið og afvopnun, enda geri hinir hið sama. „Hernaðar- og stóriðjusamsteypan” í Bandaríkjunum — sem Eisenhower for- seti varaði þjóð sína við í kveðjuræðu sinni — hugsar hinsvegar til stríðs sem stórgróðafyrirtækis. (Það má bara ekki ná til Bandaríkjanna.) Frá þessari klíku stafar öll hætta á stórstyrjöld, kjarnorku- stríði utan Bandaríkjanna. Við það verða menn að fara að horfast í augu, hvernig sem þeir hafa hugsað hingað til — og Nato-ráðherrar að gera upp hug sinn, hvort þeir ætla að gerast ráðbanar íslendinga. Norðurleið hel- sprengjannaí ,,litla” kjarnorkustríðið: Kanada — Keflavík — Þrándheimur Herstjórn Bandaríkjanna skipar „bandamönnum” sínum í Evrópu að koma upp „meðaldrægum” kjarnorku- sprengjum (Cruise Missiles og Pershing 2) (þ.e.a.s. kjarnorkusprengjum, sem frá Vestur-Evrópu ná inn yfir öll Sovétríkin), svo og ,,nifteinda”-sprengj- um, þ.e. kjarnorkusprengjum, sem drepa alt lifandi með ógnarkvölum, en eyðileggja aðeins nánasta umhverfi. Vestur-Evrópuríkin eru treg að fórna sér fyrir herrann í villta vestrinu. Sum hafa neitað að koma upp slíkum sprengj- um, en bandaríska hervaldið knýr á. Norðmenn hafa látið undan einni höfuðkröfu amerísku herkónganna. Það Þrælabúðir í sykurrófuekrum Florida. Ofl 100 manns í sama herbergi. Úrslitastund? Árið 1945 heimtaði Truman Banda- ríkjaforseti, sá er múgmorðunum réði i Hiroshima, að fá þrjár mikilvægar her- stöðvar á íslandi (Keflavíkurflugvöll, Hvalfjörð og Skerjafjörð) undir amerísk yfirráð til 99 ára. Þá neitaði íslensk þjóð, enn sjálfstæð í hugsun og verki. Nú ætlar Bandaríkjastjórn landi og þjóð vorri slíkt hlutverk í því stríði, er hún undirbýr, að leitt geti til tortímingar þjóðar vorrar. Það er krafist stórfelldra hernaðarmannvirkja á Keflavíkurvelli, er margfalda hernaðargildi hans. En er ekki hætta á að Rússinn komi? munu Nato-bjálfarnir íslensku segja. Sovétþjóðirnar hugsa með hryllingi til striðs. Þær fórnuðu 20miljónum manns- lífa í síðasta striði til að leggja forinju fasismans að velli og urðu að þola ger- eyðingu stórs hluta lands síns. Og enginn aðili þar græðir á stríði. Hergagnafram- leiðsla rýrir þar lífskjörin. Og foringjar 8

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.