Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 6
Moskvu og hann tók að sér að sjá um þýð- ingu og útgáfu bókar minnar „Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga”. Það varð siðan Berkov prófessor, sem nú verður eftirmaður hans, er þýddi en Stéblín-Kam- enskij ritaði formála. Þeir höfðu skilning á því raunverulega lýð- veldi frjálsra bænda, sem þjóðveldið á 11. öld var, — mannfélag sjálfstæðra vinnandi manna, er stöðvað hafði um heila öld fram- rás höfðingjaveldisins, og mótað þá mann- gerð, er gerir íslendingasögurnar flestar sér- stæðar í öllum heimsbókmenntunum. Það var því táknrænt að þegar þeir eiga að þýða íslenska orðið „bóndi”, þá finna þeir að ótækt er að nota rússneska orðið um þá stétt, því margra alda niðurlæging bænda- ánauðar hafði gert merkingu þess orðs svo niðrandi, að ótækt var að nota það um frjálsa íslenska bændur 11. aldar, — og tóku þvi einfaldlega islenska orðið upp i rússnesku þýðinguna: „bond”. Svipað varð oft um orðið „höfðingi”, sem enn heldur að nokkru leyti merkingu foringjans í íslensk- unni, en hefur ekki fengið á sig brennimark drottnarans eða kúgarans — eða þá fyrst og fremst merkinguna „hershöfðingi”, svo sem varð í rússneskunni. Ég held að Stéblín-Kaménskij og félagi hans Berkov hafi skilið betur en ýmsir aðrir manngerð 11. aldarinnar og hin stórfenglegu áhrif hennar á íslenska þjóð, á manngildis- mat vort gegnum aldirnar. Það kostaði vissulega baráttu að móta þetta þjóðveldi frjálsra bænda gegn ásókn höfðingjavalds og sjálfur Ari fróði, þótt hann skrifi að fyrir- sögn kirkjuhöfðingja 12. aldar, kemst ekki hjá þvi að láta menn geta skygnst inn í þá baráttu, en hann ritar þessa setningu í ís- lendingabók um Skafta Þóroddsson, lög- sögumanninn í upphafi aldarinnar: „A hans dögum urðu margir höfðingjar og ríkismenn sekir eða landflótta „of víg eþa barsmíþer” af ríkis sökum hans og landstjórn.” — Það er líkast því sem Ari væri að tala um upp- reisnarforingja bænda gegn höfðingjavaldi. En því ræði ég þetta svo ýtarlega, að það er einmitt manngildismatið, sem gerir islensku þjóðina og kjarnann í menningu hennar svo kæra Stéblín-Kaménskij í mót- setningu við annara tignun á auðnum og valdinu, auðmanninum og valdsmanninum. * Þýðingin á bók minni kom út árið 1957, en þegar árið áður, 1956, hafði Stéblín-Kam- énskij stjórnað útgáfu á fjórum íslendinga- sögum í einu bindi. Það voru: Gunnlaugs- saga ormstungu, Egils saga, Laxdælasaga og Njálssaga. Eintakafjöldinn var þá 90.000. En útgáfa íslendingasagna á rússnesku átti enn eftir að vaxa stórum fyrir frumkvæði þessa ágæta fræðimanns, 1973 skifti ein- takafjöldinn hundruðum þúsunda er enn fleiri íslendingasögur voru gefnar út í safni úrvals úr heimsbókmenntunum. Þá tók hann til við Eddurnar. Það varð ekki endasleppt stórvirkið að kynna Sovét- þjóðunum menningararf íslendinga. Árið 1963 kom út „Startsaja Edda”, þ.e. „Eldri Edda” eða Sæmundar-Edda eins og við oft köllum hana — ranglega. A.J. Korsun var þýðandinn, en Stéblin-Kam- enskij reit mjög ýtarlegar skýringar og upp- lýsingar hverskonar um sögulegar aðstæður og annað við öll kvæðin 35. Hér komu í fyrsta skipti út á rússnesku goðakvæðin og hetjukvæðin öll, en 1917 höfðu 14 Eddu- kvæði komið út, mest goðakvæðin. Svo var áfram haldið og 1970 kom Snorra- Edda út. Annaðist Stéblín-Kaménskij nú 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.