Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 18

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 18
ættu fossana og gætu selt þá. Þeir þing- menn, er best börðust gegn fossasölunni, voru Bjarni frá Vogi, Jón Þorláksson og Guðmundur Björnsson landlæknir. 1923 tókst að fá samþykkt á Alþingi að leyfi ríkis- stjórnar þyrfti til virkjunar fossanna. Og þar sem það ekki fékkst urðu smásaman hlutafé- lög þessi ólögleg. Aðeins einu þeirra „Titan” í Osló, var haldið löglega við. Það var ,,eig- andi” Þjórsár. Og 1948, eða þar í kring, keypti svo íslenska ríkið Þjórsá af Titan fyrir þrjár miljónir króna '). — Þannig eignuðust íslendingar Þjórsá!! Má nú vænta „leiftursóknar” af hálfu norskra auðmanna og íslenskra bandamanna þeirra? Norskir auðmenn ráða nú ekki aðeins eigin eignum, — sem eru miklar, — heldur hafa og tökin á ríkisfyrirtækjunum eftir valdatöku hægri flokksins. Það er því lítill efi á að þá mun klæja í lófana að klófesta nú þá íslensku fossa óbeint, er þeir misstu úr greipum sér forðum. Og hér á íslandi boða voldugir flokkar „leiftursókn” með það fyrir augum að lækka kaup verkalýðs og annars launafólks, koma á atvinnuleysi, til þess að geta ráðið við mótspyrnu verkamanna, ná samstarfi við erlend auðfélög um að koma hér upp stór- iðju, sem þeir vafalaust létu fá ódýrt raf- magn til langs tíma á kostnað almennings. — Norskir auðmenn eru einmitt í vandræðum nú með orku, búið að beisla flest vatnsföll Noregs og erfitt viðureignar að beisla þau, sem eftir eru, vegna náttúruverndarsjónar- miða (sbr. Alta). Það er því mjög liklegt að norsk fyrirtæki, sem ýmist væru eign norskra auðmanna eða ofurseld valdi þeirra nú, þótt ríkiseign væri — enn sem komið er, — myndu leita á auðlindir íslendinga til hag- nýtingar fyrir þau gróðafyrirtæki, er þeir álitu fýsilegt að koma hér upp. Það hefur þegar sýnt sig að vissir pólitískir braskarar hafa viljað fá hingað erlent auð- vald í stórum stíl og ofurselja því íslenskar auðlindir til langs tíma. Einmitt þessir menn — og þar á meðal valdamenn íhaldsins — myndu sjá sér leik á borði að koma slíku í gegn, ef Norðmenn ættu í hlut, alveg sér- staklega norsk „ríkisfyrirtæki”. Það er því bæði stórkostlegt hagsmunamál er snertir komandi kynslóðir, og sjálfstæðis- mál að hindra alla slíka erlenda stóriðju undir hvaða formi sem er. Verkalýður íslands og launafólk alt, bændur og annað vinnandi fólk þarf að vera hér vakandi á verði, hafa með sér víðfeðma pólitísk samtök um að tryggja íslendingum einum, núlifandi og komandi kynslóðum, vald og afnot auðlinda lands vors. E.O. SKÝRINGAR: I Nánar er saga þessa fos.samáls rakin í „Rétti” 1948 í greininni „íslensk stórifija í þjónustu þjóðarinnar” einkum í kaflanum „Átökin um fossamáliö 1917— 23”, svo og mjög ýtarlega í ritgcrðum Sigurðar Ragnarssonar í „Sögu” 1976, bls. 125—182, og 1977, bls. 125—223. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.