Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 34
ana. En þessi maður er í mínum augum ekkert annað en hræsnari.” „Það er hægt að þenja sig um dimmu, köldu, röku kjallaraholurnar. Það hefur enginn mótmælt því að húsnæði hér i bæ sé ábótavant að ýmsu leyti en hinu hefur verið haldið fram með góðum og gildum rökum, að ráðið til að bæta úr því væri ekki í frumvarpinu eða breytingatillögu þess.” í ræðu sem Bjarni Benediktsson hélt 16. janúar 1938 og birt er í Morgunblaðinu 19. janúar 1938 kemst hann svo að orði: „Ein alvarlegasta ásökunin á hendur Reykjavikurbæ er sú, að hann verji ekki nægu fé til að koma upp ódýru húsnæði fyrir almenning. Við sjálfstæðismenn teljum það yfirleitt ekki vera í verkahring þess opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna.” 6. Umræðan um lögin um slysa- tryggingar ríkisins frá 1925 Eins og áður segir náðu slysatryggingalög aðeins til sjómanna fram til ársins 1925 að sett voru lög um slysatryggingu ríkisins. Með þeim lögum er tryggingasviðið fært þannig út að tryggingin nær til verkamanna, bæði á sjó og landi. Þegar lagabreyting var gerð 1925 og þar með greiðsla iðgjalda lögð á atvinnuvegina í fyrsta sinn, urðu miklar umræður á alþingi um málið. Sveinn Ólafsson, alþingismaður Suður-Múlasýslu, tók nokkrum sinnum þátt I umræðum um málið og lýsir flutningur hans einkar vel viðhorfum afturhaldsins til almennra slysatrygginga: ,,... í öðru lagi var sýnt fram á þann stórfellda galla frumvarpsins, að það ákveður skyldutryggingar fyrir fjölda manna, sem engin sýnileg slysahætta vofir yfir, en lætur hins vegar ótryggða marga sem áhættumestu störfin vinna. í þriðja lagi var það tekið fram að með frumvarpinu væri að þvi stefnt að leggja allar kvaðir og þunga af slysatryggingum á vinnuveitendur, en leysa þá slysatryggðu, vinnuþiggj- endur, við allar slíkar byrðar og eðlilega sjálfsumhyggju, án alls tillits til þess hvort hagur vinnuveitenda væri betri en vinnuþiggjenda, eða getan þar meiri... Frum- varpið er því í rauninni einskonar spegilmynd af reiptogi milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda hér í Reykjavík, gegnsýrt af þeirri hugsun, að vinnuveitandinn sé hvar- vetna sá voldugi og ríki drottnandi, sem dragi til sín arð- inn af vinnunni og sem þess vegna sé maklegur að bera allan þungann af óhöppum og slysum þeirra sem vinna, en að vinnuþiggjendur séu einskonar umkomulaus fórn- ardýr sem hvorki geti né þurfi að sjá hag sínum borgið um þetta.” ,,En þrátt fyrir það á þó eftir frumvarpi þessu að leggja á þessa eignalausu og skuldum hlöðnu vinnuveit- endur allar kvaðir og allan vanda af slysatryggingunni, ásamt sektum og viðurlögum, ef ekki er gætt ákvæða laganna.” „Þetta er ekki aðeins óeðlileg kvöð við þá sem minni- máttar eru í þessum samskiptum, útgerðarmenn, víða um land, og bændurna, sem oft verða um kaupkröf- urnar að sættast við allt eins og sigraðir menn, en þetta er einnig brot á þeim ríkjandi og heilbrigða hugsunar- hætti allrar alþýðu manna út um sveitir landsins, að hver einstaklingur eigi að sjá um sig og sínar þarfir, svo langt sem geta hans nær og njóta stuðning hins opinbera til þess. Stefnan eftir þessu frumvarpi er sú að seilast svo djúpt í vasa vinnuveitenda sem unnt er og án tillits til þess hvort hann hefur nokkra gjaldgetu eða ekki.” „Ég þori að segja og fullyrða, að þetta á betur við hugsunarhátt fólksins í heild en stefna þessa frumvarps. Það er eftir heilbrigðri skoðun hreint og beint niður- lægjandi og auðmýkjandi að þiggja allt af öðrum og varpa allri áhyggju á þá, að vera skjólstæðingar um allt og snúast eins og hjól í sigurverki innan í einhverjum ríkismekanisma sem aðrir stjórna. Lífsskoðun og stefna sveitafólksins felst í orðtakinu: Hjálpaðu þér sjálfur og þá hjálpar Guð þér. Sú skoðun er heilbrigðari og í mínum augum eitthvað mannlegri og réttmætari en þessi barlómur sem ymur á bak við frumvarpið.” „í raun og veru er alls ekki um almenna slysatrygg- ingu að ræða eftir frumvarpinu þó að svo sé látið i veðri vaka. Heldur er hér um misheppnaða tilraun að ræða til að tryggja ýmsa atvinnuflokka og eftir ósann- gjarnlegum og óframkvæmanlegum reglum, sem apaðar eru eftir erlendum fyrirmyndum.” 7. Hvað sögðu þeir um alþýðu- trygg'ngar? Ihaldið á alþingi var samt við sig þegar þingmenn Alþýðuflokksins fluttu þings- 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.