Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 57

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 57
skildinginn til hermdarverka, þótt fátækling- ar landsins verði að svelta heima. Eisenhower forseti sagði fyrir 25 árum: „Sérhver framleidd fallbyssa, sérhvert sjó- sett herskip, sérhver eldflaug með útbúnaði, — er þegar alt kemur til alls þjófnaður, þar sem stolið er frá þeim, sem svelta, — þeim sem kuldinn nístir, — þeim, sem skortir föt.” Polisario Polisario-hreyfingin er frelsishreyfing Saharawi-þjóðarinnar í því, sem eitt sinn var kallað spánska Marokko. Þegar Spánverjar slepptu þessari nýlendu, lagði einvaldskon- ungurinn í Marokko hana undir sig, en her hans hefur nú orðið að hörfa æ meir undan fyrir frelsisher Polisario. Hefur Polisario nú myndað sjálfstætt ríki Saharawi arabiska lýðræðislega lýðveldið, og 45 ríki þriðja heimsins hafa viðurkennt það. 26 afríkuríki af 51 viðurkenna það, en Marokko streitist á móti og er á laun stutt af Bandaríkjunum og sá stuðningur verður æ opinberari eftir að Reagan komst til valda. Bandaríkjaauðvaldið vill nota einvaldskonung Marokko á móti öllum frelsishreyfingum fólksins í arabisku lönd- unum. — Það er alstaðar sami fjandskap- urinn við lýðræði og þjóðfrelsi hjá auðvaldi Bandaríkjanna. Aðeins hræsnin heldur stundum ofurlitið aftur af morðríki því. Nifteindasprengjan Það er reynt af hálfu vissra Nato-herra að blekkja fólk um hvað nifteindasprengjan er, hvílíkum voða hún veldur. Þegar hún springur, myndast höggbylgja, hitageislun, banvæn nifteindageislun og geislavirkt úrfelli. Nifteindageislunin er banvæn öllu lifandi. Tilgangurinn með beitingu hennar er því fyrst og fremst múgmorð. Eins kílótonna sprengja af slíkri gerð eyði- leggur allar byggingar innan 300 metra geislahrings, drepur allt fólk innan hrings með 800 metra geisla, líka þótt það sé í byrgjum. Allar lifandi verur enn lengra frá sýkjast af geislunarveiki. Allur gróður deyr á 570 hektara svæði. Hlutir, sem þola sprengjuna, verða geislavirkir. Þetta er það, sem Bandaríkjastjórn ætlar „bandamönnum” sinum í Evrópu að fá að kenna á. Aðeins nokkrar nifteindasprengjur myndu drepa allt, sem lifir í einni stórborg. Það er auðséð að morðingjarnir frá Hiro- shima og Nagasaki álíta að Evrópumenn eigi að fá að finna fyrir grimmd þeirra lika. — Þá langar bara til að sleppa sjálfir, — greyin. Vestur-Evrópa vaknar Eftir friðargönguna miklu í sumar frá Kaupmannahöfn til Parísar er greinilegt að mótmælahreyfingunni gegn kjarnorkuher- væðingu Vestur-Evrópu fyrir Bandaríkja- menn vex óðum fylgi. Þeir kæra sig ekki um það, er þeir fara að hugsa alvarlega Vestur- Evrópubúar að láta gera sig að sláturfé fyrir Reagan, — slátrað með slíkum aðferðum, sem bannað væri að slátra nokkurri kind með: nifteindaeitrun. Hinn mikli mótmælafundur í Bonn 10. okt., þar sem 250—300.000 manns tóku þátt í, sýnir þetta best. Meðal mótmælenda voru m.a. 80 þingmenn sósíaldemokrata. Vinstri sigrar í Grikklandi Sósialistaflokkur Andreas Papandreu vann stórsigur í grísku þingkosningunum 18. okt. Fékk hann 47% atkvæða og meirihluta á þingi, en hafði 25% í siðustu kosningum. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.