Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 58

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 58
Verður Papandreu nú forsætisráðherra Grikklands og hefur lofað að segja Grikk- land úr Nato og Efnahagsbandalaginu og reka amerísku herstöðvarnar úr landi. — Eftir er að sjá hvort Reagan reynir að grípa til fasistískra aðgerða i Grikklandi eða hvort hann er orðinn smeykur við andstöðuhreyf- inguna í Evrópu gegn múgmorðsfyrirætlun- um hans. Þingmannatala Sósíalistaflokksins verður líklega 174 af 300, íhaldsflokkurinn, sem kallar sig ,,nýja demokrata”, fékk 36% at- kvæða og Kommúnistaflokkurinn (ytri) er talinn munu fá 15 þingmenn. Nato-Tyrkland og morðin í San Salvador Nýlega bannað hershöfðingjaklíkan, sem ræður í Tyrklandi, bandamanni íslands í Nato, alla stjórnmálaflokka og stal öllum eignum þeirra. Þessi stjórn lifir á peningum frá Bandaríkjunum — og þó svo þeir ,,háu herrar í Washington” kunni að fordæma Kristur (úr málverki Titians) Skyldu leppar Bandarikjaauðvaldsins verða lengi að gera úr af við hann þennan, ef hann birlisl nú með boðskap sinn? þennan verknað í orði, þá er hitt víst að þeir leggja blessun sina yfir hann i verki: bæði styðja einræðishöfðingjana með fjáraustri og láta þá vera áfram sem mikilvirta „vernd- ara lýðræðisins” i Nato. Bandaríkjastjórn mun ekki klýja við að styðja herforingjaklíku, líka til múgmorða, ef með þarf. Hún sýnir það í virkri aðstoð við herforingjastjórnina í San Salvador, sem þegar hafði myrt 17000 manns fyrir nokkr- um mánuðum og heldur því blóðbaði áfram með aðstoð stjórnarinnar í Washington. Eins og kunnugt er hafði erkibiskupinn í San Salvador, Oscar Arnulfo Romero, tekið afstöðu með hinum fátæku í baráttu þeirra gegn arðráni og kúgun auðmanna — líkt og Jesús Kristur gerði forðum og fordæmdi þá ríku með orðum, sem eru enn fleyg. En hvorki auðvaldsstjórnin í Washington né leppstjórn þeirra í San Salvador geðjaðist að erkibiskupi, sem dirfðist að tala máli þeirra fátæku, fara að dæmi Jesú Krists, — og léku myrða erkibiskupinn í mars 1980, ekki með krossfestingu svo sem forðum tíðkaðist við slíka menn, heldur með nútíma hraðvirkum vopnum. (Lögreglan myrti hann.) Svissneskur lögfræðingur í ríkisrétti, Richard Báumlin, prófessor og þingmaður sósíaldemokrata, var í nefnd, sem rannsak- aði ástandið í E1 Salvador, sagði frá því í við- tali við Spiegel 2. mars 1981 hvílíkum að- ferðum fasistastjórnin léti beita við andstæð- inga, hvort sem það voru verkamenn, bænd- ur, stúdentar, læknar, prestar, hjúkrunar- konur eða annað fólk, sem móti henni væru. Ráðist var á verkalýðsfélögin, „hreinsanir” framkvæmdar í þorpunum og oft beitt verstu pyntingum, — auk allra er myrtir voru, —: gelding, rifin burt eyru og tunga, fóstur skorið úr vanfærum konum og kastað fyrir hunda o.s.frv. 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.