Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 17
I fótspor Hákons gamla? Hyggur norska auðmannastéttin á að klófesta auðlindir íslands til stóriðju? Það hefur nú um langt skeið verið góð vin- átta á milli norskrar og íslenskrar alþýðu eins og best kemur fram í þeirri nánu norrænu samvinnu, sem þróast hefur síðustu áratugi. Er sú samvinna ekki hvað síst því að þakka að verkalýðsflokkar hafa haft þar frum- kvæði og áhuga. Nú hefur sú breyting á orðið í Noregi að íhaldssamur hægri flokkur fer þar með völd eftir langt tímabil ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins. Þótt sá hægri flokkur hafi vafa- laust lært að sætta sig við ýmsar félagslegar endurbætur, sem á hafa komist, og muni vart reyna að ráðast þar á, þá er alt öðru máli að gegna um sjálfa norsku auðmanna- stéttina. Þótt hún muni verða að halda sér í skefjum í félagsmálum, þá er rétt að vera við því búin að hún muni eðli sínu samkvæmt sækja á um að afla sér gróða hvar sem væn- legt er og aðstöðu til að græða framvegis. Vér íslendingar höfum reynslu af því hve ásæknir norskir auðmenn geta verið, þótt við höfum eignast hauka í horni þar sem norsk skáld og norsk alþýða er. Það er rétt að rifja upp í stuttu máli sögu þeirra viðskipta, sem varast ber. Útrýming hvalsins vestra, uppkaup íslensku fossanna Um síðustu aldamót ráku norskir stórút- gerðarmenn hvalveiðar miklar frá Vestfjörð- um og það með slíkri hörku og græðgi að sá stofn var eyðilagður. Við skulum ekki ræða nánar hér um Norð- urlandssíldina. Vissulega voru ýmsir Norð- menn brautryðjendur hér á því sviði, en um skeið var þá farið með íslendinga sem ný- lenduþjóð væri. Um útrýminguna er líklega um samsekt að ræða. Hins vegar mun Krossanesverksmiðjan eftirminnilegt dæmi um hvort fýsilegt sé að fá hér norsk auðfé- lög. En það sem gerðist í fossamálunum íslensku á tveim fyrstu áratugum aldarinnar er víti til varnaðar. Árið 1919 var svo komið að viss hlutafélög, flest að nafni til íslensk, höfðu keypt upp alla virkjanlega fossa i landinu að Soginu undanteknu, sem ríki og Reykjavík- urbær áttu. Nokkrir íslendingar voru með útlendingum í þessum félögum, en útlend- ingar, fyrst og fremst Norðmenn aðaleig- endur. Bændum var talin trú um að þeir 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.