Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 53

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 53
tvöþúsundasti) af hlutafélögum Bandaríkj- anna, en þau gleypa 54,1% alls gróða hluta- félaganna, að frádregnum sköttum. Þessir auðjötnar eru kjarni hernaðarklík- unnar og framleiða vígvélar þær, sem nú ógna lífi mannkyns. Nefna má Boeing, Northrop, McDonald-Douglas, United Technologies og General Electric. Hlutur 100 stærstu auðfélaganna í framleiðslu fyrir hermálaráðuneytið (Pentagon) steig frá 1970 til 1979 úr 69,7% í 72,1%. „Stóriðju- og hernaðarklíkan”, þessir einræðisherrar Bandaríkjanna, sem nú ráða Pentagon, ráð- stafa því 173 miljörðum dollara af skattfé bandarískra borgara, hafa 2 miljónir her- manna og eina miljón almennra borgara beint í þjónustu sinni, en 11% alls vinnandi fólks í Bandaríkjunum lýtur boði þeirra og banni sem atvinnurekenda. — Herforingjar Bandaríkjanna verða, að lokinni herþjón- ustu, hálaunaðir eftirlaunamenn auðhring- anna fyrir dyggilega aðstoð. Drápsiðja Bandaríkjahers hefur eftir 1945, — atómsprengjurnar á Hiroshima og Nagasaki, — þegar valdið dauða yfir þriggja miljóna manna, þar af tveggja miljóna í Víetnam. í Mið- og Suður-Ameríku hafa á síðustu árum verið drepnir yfir 110 þúsundir með ameriskum vopnum af harðstjórum þeim, sem auðvald Bandaríkjanna heldur uppi í Chile, Uruguay, Guatemala, Para- guay, E1 Salvador og forðum í Nicaragua. Og nú stefnir Reagan og þeir „stórkaup- menn dauðans”, er stjórna hernum, rakleitt að múgmorðunum mestu: „litla kjarnorku- stríðinu” í Evrópu, sem tafarlaust leiddi til heimsstríðs og dauða 400—500 miljóna manna vestan hafs og austan á fyrstu dögum þess og gereyðingar menningar og mann- kyns, ef áfram yrði haldið — og alþýða Evrópu og Ameríku tæki ekki i tíma fram fyrir hendurnar á þessum mannkynsböðlum. Það er hart að sú mikla þjóð, sem gefið hefur mannkyninu ýmsa af bestu mikilmenn- um þess eins og Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Franklin D. Roosevelt, skuli á ör- lagastundu mannkynsins, þegar um tilveru þess er að tefla, leggja allt vald um áfram- hald mannlífs á þessari jörð í hendur eins heimsks trúðs fyrirlitlegustu auðkónga og herdrottna heims. Okrið á þróunarlöndunum Svo sem kunnugt er af mannkynssögunni þá réð breska heimsveldið yfir fjórðungi jarðarbúa nú í upphafi þessarar aldar og arð- rændi íbúana vægðarlaust. Þannig styttist t.d. meðalaldur Indverja um 10 ár þær aldir, sem breska auðvaldið drottnaði þar. Nú hefur bandaríska auðvaldið skapað sér heimsveldi, sem gefur af sér margfalt meiri gróða en breska heimsveldið nokkru sinni gat sogið úr nýlendum sínum. En bandaríska auðvaldið hefur annað hátt á: Það lætur fæstar hinna arðrændu þjóða vera nýlendur að fornum sið, heldur gerir þær að skulda- þrælum sínum með veitingu hverskonar lána, sem þessi „sjálfstæðu” lönd síðan end- urgreiða með okurvöxtum, verða þar að auki oft að hlýða hverskonar fyrirskipunum hinna amerísku banka um innanlands- og utanríkispólitík sína og veita hverskonar arð- ránsaðstöðu í löndum sínum. Afleiðing þessa arðráns er vaxandi fátækt í „þróunarlöndunum”, sultur og hungur- dauði. Auðvald Bandaríkjanna hafði i gróða af þessu „efnahagslega” heimsveldi sínu 5 milj- arða dollara 1960, það voru orðnir 14 milj- arðar dollara 1970 og nú 1980 var gróðinn orðinn 80 miljarðar dollara. — Og allur þessi 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.