Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 14
að þola ægilegar ofsóknir. Þrír aðalritarar flokksins voru drepnir. Hundruðum saman hafa flokksfélagarnir verið píndir til bana eða myrtir. En flokkurinn berst áfram. — Það var í Guatemala fyrir aldarfjórðungi að róttækri stjórn var steypt að undirlagi Bandaríkjaauðvaldsins ') og einræði verið þar síðan. Þannig mætti rekja söguna í hverju landi rómönsku Ameríku á fætur öðru. ,,Vita máttu, sonur minn, að það stór- kostlegasta, sem ég hef kynnst í lifinu, er Kommúnistaflokkurinn. Vertu ætíð með honum og treystu honum,” — svo sagði Isidore Carillo Torneria, miðstjórnarmaður í Kommúnistaflokki Chile við son sinn, áður en hann gekk sjálfur fram fyrir aftökusveit böðulsins Pinochets og var skotinn. Af hverju berst fólkið og ekki síst kommún- istaflokkar þess svo ákaft? Af því ástandið er óbærilegt: Samkvæmt skýrslum Heilbrigðisnefndar Sameinuðu þjóðanna (WHO) eru um miljón börn í róm- önsku Ameríku ofurseld hungrinu. Á hverjum 30 sekúndum deyr þar eitt barn, sem ekki hefur náð fimm ára aldri. Meir en miljón barna í þessum löndum eru knúð til vinnuþrældóms. Meir en 100 miljónir manna þjást af sulti og sjúkdómum. Og af hverju vill bandaríska auðvaldið viðhalda þessu ástandi og byrgir fasista- stjórnir þar að vopnum og „hernaðarráð- gjöfum”? Af því bandaríska auðvaldið á þriðjung alls fjármagns í iðnaði rómönsku Ameríku og helming alls banka-fjármagns þar. Mikil- vægustu stóriðjufyrirtækin eru í eigu banda- rískra auðmanna að mestu leyti. Efnaiðnað- urinn að 90%, málmvinnu og vélafram- leiðsla að 80%. Þessi lönd sökkva æ dýpra í skuldafenið hjá Bandaríkjaauðvaldinu, skuldirnar vaxa um 25% á ári og heildarupp- hæð skuldanna er orðin yfir 100 miljarða dollara. Það eru þessir bandarísku hagsmunir, sem vopn og her bandarískra á að vernda. íslendingum væri holt að lesa kvæði Stephans G.: „Drottinsorðið” — ort um þann atburð, er kóngur Brasilíu, Dom Pedro, var boðinn á aldarafmæli Bandarikj- anna, 1876, til að sjá alþjóðasýningu þeirra. Bað hann þá um að fá að sjá hvernig þeim verkalýð liði, er framleiddi tækni-undrin, er státað var af á sýningunni. Varð að láta að þeim vilja — og lýsir Stephan G. vel hve kóngi ofbauð fátækt og þrældómur verka- lýðs Bandaríkjanna, miklu verri en það, sem þjóð Brasilíu þá bjó við. Lýkur kvæði Stephans G. með þessum dómi: „Dom Pedro úr djúpri þögn draumasjóna vakti sögn: „Aldrei verði í voru ríki vinnumennskan yðrar líki! í þvi hliði að engill stæði, allra bæna lengst ég bæði, landið mitt þeim voða verði væri í nauð — með brugðnu sverði.” Nú einni öld síðar hefur bandarískum auð- mönnum tekist að klófesta jafnt í Brasilíu sem annarsstaðar í rómönsku Ameríku dýr- mætustu auðæfi þessara landa, keypt vald- hafa þess og þrælkað verkalýð og bændur þess lands, þannig að ástandið er orðið verra en var fyrir einni öld í Bandaríkjunum áður en verkalýðshreyfing þess lands hóf baráttu sina fyrir alvöru. ') Sjá í „Rétti” 1954, bls. 3 grein Ásgríms Albertssonar „Guatemala og ísland”, og kvæði Jakobinu Sigurðar- dóttur „Brást þér værð?” á bls. 1—2. 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.