Réttur


Réttur - 01.08.1981, Síða 14

Réttur - 01.08.1981, Síða 14
að þola ægilegar ofsóknir. Þrír aðalritarar flokksins voru drepnir. Hundruðum saman hafa flokksfélagarnir verið píndir til bana eða myrtir. En flokkurinn berst áfram. — Það var í Guatemala fyrir aldarfjórðungi að róttækri stjórn var steypt að undirlagi Bandaríkjaauðvaldsins ') og einræði verið þar síðan. Þannig mætti rekja söguna í hverju landi rómönsku Ameríku á fætur öðru. ,,Vita máttu, sonur minn, að það stór- kostlegasta, sem ég hef kynnst í lifinu, er Kommúnistaflokkurinn. Vertu ætíð með honum og treystu honum,” — svo sagði Isidore Carillo Torneria, miðstjórnarmaður í Kommúnistaflokki Chile við son sinn, áður en hann gekk sjálfur fram fyrir aftökusveit böðulsins Pinochets og var skotinn. Af hverju berst fólkið og ekki síst kommún- istaflokkar þess svo ákaft? Af því ástandið er óbærilegt: Samkvæmt skýrslum Heilbrigðisnefndar Sameinuðu þjóðanna (WHO) eru um miljón börn í róm- önsku Ameríku ofurseld hungrinu. Á hverjum 30 sekúndum deyr þar eitt barn, sem ekki hefur náð fimm ára aldri. Meir en miljón barna í þessum löndum eru knúð til vinnuþrældóms. Meir en 100 miljónir manna þjást af sulti og sjúkdómum. Og af hverju vill bandaríska auðvaldið viðhalda þessu ástandi og byrgir fasista- stjórnir þar að vopnum og „hernaðarráð- gjöfum”? Af því bandaríska auðvaldið á þriðjung alls fjármagns í iðnaði rómönsku Ameríku og helming alls banka-fjármagns þar. Mikil- vægustu stóriðjufyrirtækin eru í eigu banda- rískra auðmanna að mestu leyti. Efnaiðnað- urinn að 90%, málmvinnu og vélafram- leiðsla að 80%. Þessi lönd sökkva æ dýpra í skuldafenið hjá Bandaríkjaauðvaldinu, skuldirnar vaxa um 25% á ári og heildarupp- hæð skuldanna er orðin yfir 100 miljarða dollara. Það eru þessir bandarísku hagsmunir, sem vopn og her bandarískra á að vernda. íslendingum væri holt að lesa kvæði Stephans G.: „Drottinsorðið” — ort um þann atburð, er kóngur Brasilíu, Dom Pedro, var boðinn á aldarafmæli Bandarikj- anna, 1876, til að sjá alþjóðasýningu þeirra. Bað hann þá um að fá að sjá hvernig þeim verkalýð liði, er framleiddi tækni-undrin, er státað var af á sýningunni. Varð að láta að þeim vilja — og lýsir Stephan G. vel hve kóngi ofbauð fátækt og þrældómur verka- lýðs Bandaríkjanna, miklu verri en það, sem þjóð Brasilíu þá bjó við. Lýkur kvæði Stephans G. með þessum dómi: „Dom Pedro úr djúpri þögn draumasjóna vakti sögn: „Aldrei verði í voru ríki vinnumennskan yðrar líki! í þvi hliði að engill stæði, allra bæna lengst ég bæði, landið mitt þeim voða verði væri í nauð — með brugðnu sverði.” Nú einni öld síðar hefur bandarískum auð- mönnum tekist að klófesta jafnt í Brasilíu sem annarsstaðar í rómönsku Ameríku dýr- mætustu auðæfi þessara landa, keypt vald- hafa þess og þrælkað verkalýð og bændur þess lands, þannig að ástandið er orðið verra en var fyrir einni öld í Bandaríkjunum áður en verkalýðshreyfing þess lands hóf baráttu sina fyrir alvöru. ') Sjá í „Rétti” 1954, bls. 3 grein Ásgríms Albertssonar „Guatemala og ísland”, og kvæði Jakobinu Sigurðar- dóttur „Brást þér værð?” á bls. 1—2. 126

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.