Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 36

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 36
það hafi verið ákvæði um það í hinni fyrstu íslensku lög- gjöf, að það ætti að sjá öllum farborða, sem ekki gætu séð fyrir sér sjálfir, hvort sem það stafaði af fátækt, sjúkdómum eða elli, hverjar sem ástæður voru. Og nú er þetta gert í öllum tilfellum. Það er alls ekki svo að skilja að fólk sé í örþrifavandræðum hér á iandi, því það á alltaf heimtingu á brýnustu þörfum og þá er þeim fullnægt. Þess vegna er ekki sérstaklega knýjandi nauð- syn á þessari löggjöf. Heldur þvert á móti. Það er full- komin ástæða til að athuga, hvort ekki sé rétt að fresta henni um stundarsakir.” Jóhann Jósepsson: „Sósíalistar kippa sér ekki upp við neitt í þessu efni og hjá þeim virðist ekki annað ráða en metnaður og kappgirni. Þeir vilja keyra málið í gegn hvort sem öðrum líkar betur eða ver. Það er vitað, að framsóknarmenn eru frumvarpinu alls ekki fylgjandi í hjarta sínu, en þeir eru kúgaðir til fylgis við það vegna samningamakks á bak við tjöldin, aðeins af hræðslu um það að sósíalistar muni annars hlaupa frá þeim úr rikis- stjórninni.” „Sá kaflinn af þessu lagafrumvarpi sem mér finnst mjög óaðgengilegur er kaflinn um atvinnuleysistrygg- ingar. Ég hef áður látið í ljós að ég er hlynntur því að koma á föstu skipulagi á styrkinn til ellihrumra manna, svo að þeir þurfi ekki að kvíða sulti í ellinni.” ,,En ég verð að segja, að mér finnst þjóðin komin langt á villigötur, ef á að fara að lækna atvinnuleysis- ástandið með atvinnuleysisstyrkjum.” „Með því að innleiða það hér á landi, óttast ég að dregið verði stórkostlega úr hvöt manna til að leitast við að bjarga sér sjálfir. Ég veit að vísu að þessi bjargráð sem nefnd eru sjálfsbjargarviðleitni, þau eiga ekki upp á pallborðið hjá sósíalistum hér á landi.” „Það er hægast að hártoga og reyna að gera óvinsælt allt sem sagt er gegn þessu tryggingafrumvarpi, því alþýðutryggingar eru, eins og ég hef áður sagt, fagrar á að líta, skoðaðar úr nógu mikilli fjarlægð, áður en menn eiga að fara að borga niður skattana sem þeim fylgja. En hjá því verður ekki komist að benda á þá hættu sem ég hef nefnt. Landslýðurinn þarfnast ekki fyrst og fremst þessara trygginga. Það er ekki fyrst og fremst þessar tryggingar, sem fólkið óskar eftir, að minnsta kosti sá hluti þess sem þarfnast atvinnu. Til þess að fólk megi hafa atvinnu er það ekki heillaráð að taka peninga af einstaklingum, bæjarfélögum og ríkis- sjóði til að viðhalda atvinnuleysi í Iandinu. En til sliks er beinlínis stofnað með því að innleiða atvinnuleysistrygg- ingar.” ,,... Þegar menn fara að gæta alls þessa þá kæmi mér ekki á óvart þótt hugur manna breyttist, þeirra sem séð hafa þessi tryggingamál sósíalista í hill- ingum þegar þjóðin fer að taka úr umbúðunum alla þessa böggla, sem fylgja skammrifi því, sem sósíalistar hér rétta þjóðinni, alþýðutryggingum, þá þætti mér ekki undarlegt þótt mörgum fátæklingum þætti allþröngt fyrir dyrum, að margur verkamaðurinn segði að betra hefði verið að taka þessi tryggingamál í fleiri skrefum heldur en leggja öll þessi gjöld á í einu.” Pétur Halldórsson, borgarstjóri og þingmaður Reyk- víkinga: „Mér finnst að í þessu frumvarpi, sem Iiggur fyrir og kallað er um alþýðutryggingar, sé fólgin alvarlegasta blekking, sem reynt hefur verið að hampa til þess að trufla landslýðinn með. Mín skoðun er sú, að til þess að landsfólkið verði ánægt með stjórn þessara manna, þá dugi ekki lengur þeir skattar sem fyrir voru og ekki þeir viðbótarskattar sem nú hafa verið lagðir á landsmenn. Með þessu frumvarpi er enn bætt við nefsköttum á al- menning, sem sósíalistar hafa áður sagt að væru gjör- samlega ófærir.” ... „En með þeim kafla frumvarpsins er bara verið að stofna félagssjóði fyrir sósíalista i kaup- stöðunum.” (Hér er átt við atvinnuleysistryggingar.) „Þetta er eins og allt annað sem ákveðið hefur verið í samningum milli framsóknarmanna og sósíalista fyrr og síðar, þar sem sósíalistum voru fengin öll vopn í hendur til að ráða því gjörsamlega, hvort bændur eru sveltir eða hvort þeir fá eitthvað lítilsháttar að borða fyrir náð Al- þýðuflokksins.” „Við sem búum í kaupstöðum erum lagðir í fjárhags- greipar hinna harðhentu sósialista sem hafa fengið að telja sig í meirihlútaaðstöðu um stundarsakir í lands- stjórninni. Með þessum ákvörðunum hinna tólf stutt- orðu lagagreina þykjast sósíalistar ætla að lækna at- vinnuleysi í landinu. Mér liggur við að segja að það sé glæpsamlegt athæfi að kalla þetta tryggingar. Þetta fyrirkomulag verður sennilega tekið upp allsstaðar þar sem sósíalistar hafa fimmtíu manna flokk og þar yfir í kaupstöðum og kauptúnum, þar verða þessir flokks- sjóðir myndaðir. Svo flytur fólk úr sveitum í þetta sælu- ríki sósíalista í bæjunum, þar sem það fær opinbera framfærslu án þess að vinna nokkuð í staðinn. Þetta er svo gjörsamlega; ábyrgðarlaust og illa hugsað, eins og flest annað sem gert er á þessu þingi.” Garðar Þorsteinsson, Iandskjörinn: „Það er vitað að það eru kommúnistar sem hafa knúið fram þessa af- stöðu sósialista innan þingsins. Það eru þeir sem hafa borið dýru loforðin upp á sósíalista og heimta efndir, heimta atvinnu, hækkað kaup og lægra vöruverð. Úr því að sósíalistar geta ekki lengur sannfært menn um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.