Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 27

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 27
ildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni lágmarkskjör fyrir alla launþega í viðkomandi starfsgrein á því svæði sem samningurinn tekur til. Ákvæði þeirra laga ná til félagsbundinna og ófélagsbundinna verkamanna og atvinnurekenda. Við búum við ítarleg lög um ráðningarmál sjómanna, þ.e.a.s. sjómannalögin frá 1963. Þá eru gild- andi nýsett lög um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests og rétt þess til launa vegna sjúk- dóms- og slysaforfalla. Þá eru gildandi lög um jafnrétti karla og kvenna, lög um ríkis- ábyrgð á Iaunum við gjaldþrot atvinnurek- anda frá árinu 1974, lög um orlof, lög um 40 stunda vinnuviku, lög um frídag 1. maí, lög um orlof húsmæðra frá árinu 1972, lög um eftirlaun aldraðra félaga í stéttarfélögum, lög um vinnumiðlun, ný lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem koma í stað laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðum frá árinu 1952. Félagslegar íbúðarbyggingar, verkamannabústaðir og annað hafa verið lögbundnar áratugum saman hér á landi. Dýrmætustu félagsréttinda verkalýðsins er réttur hans til að mynda samtök sín, fagleg og pólitisk og beita þeim til að bæta kjör sín og réttindi. íslenskur verkalýður hefur með verkalýðsfélögum sínum háð langa og fórn- freka baráttu til þess að hækka kaup sitt og knýja fram aðrar kjarabætur. Afturhaldið í landinu gerði harðvítugustu tilraun til að slá þetta vopn verkalýðssamtak- anna i kjarabaráttu úr hendi þeirra með gerð- ardómslögunum í janúar 1942, er sviptu þau þessu valdi. Með „skæruhernaðinum” sögulega braut verkalýðurinn þessi kúgunarlög á bak aftur og knúði fram einhverja mestu kauphækkun sem um getur og aðrar endurbætur í mánað- arlangri baráttu, sem olli raunverulega lífs- Héðinn Valdimarsson alþm. og formaður Dagsbrúnar, aðalhvatamaður að lögum um byggingu vcrkamannabústaða. kjarabyltingu í landinu fyrir allt launafólk. Upp úr þessum átökum tók afturhaldið í landinu að grípa til þess ráðs að fella í sífellu gengi íslensku krónunnar þar sem augljóst var að atvinnurekendastéttin hafði ekki mátt til að lækka kaupið. Afleiðingin varð aftur sú m.a. að með þessu var raungildi sjóða hreyfingarinnar svo sem atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og annarra sjóða í eigu verkalýðs- samtakanna stórrýrt. Vert væri að gera þessum sérstaka þætti félagsmála, baráttunni um kaupgjaldið og raungildi þess sérstök skil í þessum greina- flokki og verður það reynt á næstunni. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.