Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 28
III. „Félagsmálapakkar” íhaldsins Framangreind upprifjun á þróun félags- legrar löggjafar á íslandi hefur auðvitað ekki aðeins sögulega þýðingu heldur er hún al- þjóðleg sönnun þess að við íslendingar getum nú státað af því að hafa náð einna lengst allra þjóða hvað almenn lífskjör og fé- lagslegan aðbúnað snertir fyrir alla alþýðu. íslenskum sósíalistum er það auðvitað ljóst að þessi þróun hefur ekki orðið vegna mikilla og róttækra breytinga á þjóðfélags- gerðinni sjálfri, heldur fjármögnuð með stöðugum hagvexti síðustu áratugina eins og annars staðar í vesturálfu. Frá upphafi vega og til dagsins í dag hefur staðið mikil barátta um hvert skref sem stigið hefur verið fram á við í þessu efni. Síð- ustu fjóra áratugi, þegar mestu þjóðfélags- breytingar hafa orðið hér á landi í saman- lagðri sögu þjóðarinnar, hefur verkalýðs- hreyfingin og íslenskir sósíalistar orðið að heyja nær látlaust stríð fyrir þessum málum, yfirleitt með verkfallsréttinn að vopni, en í besta falli innan ríkisstjórnar í þau örfáu skipti sem sósíalistar hafa átt þar aðild að. Félagsleg staða alþýðufólks á íslandi, frá hinum smæstu og hversdagslegustu réttinda- málum og til hinna stærstu, er því árangur gífurlegrar baráttu og fórnar verkalýðshreyf- ingarinnar í gegnum tíðina, bæði faglegrar og pólitískrar. Segja má að á íslandi séu allar lífskjarabætur verk verkalýðsins sjálfs. íslenskir sósíalistar hafa alla tíð litið á það sem sitt höfuðhlutverk að styðja og leiða ís- lenska verkalýðshreyfingu i stéttabaráttu hennar. Þeir hafa alla tíð stutt hana í barátt- unni fyrir bættum lifskjörum, allskonar fé- lagslegum umbótum og auknum réttindum henni til handa. Stéttabaráttan stendur þvi enn eins og áður, en unnir sigrar verkalýðshreyfingar- innar, bæði faglegrar og pólitískrar á umliðnum árum eru sem betur fer orðnir að hversdagslegum lífsgæðum sem allir gera til- kall til og telja sjálfsagða hluti i nútímaþjóð- félagi. Jafnvel íslensk yfirstétt, sem hvað eftir annað hefur gripið til löggjafar til að svipta verkalýð áunnum réttindum, talar um félagsleg réttindi verkafólks í dag, eins og um sjálfsagðan og eðlilegan ,,fylgikvilla” vel- megunarþjóðfélagsins. Afstaða þeirra og fjandskapur alla tíð er þó skráður í ýmsar merkilegar gerðabækur, þ.á.m. alþingistið- indi og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir að rifja upp afstöðu þeirra til nokkurra félagslegra réttindamála, sem knúin hafa verið fram, stundum með verkföllum, en síðan lögfest á alþingi undanfarna áratugi. 1. Atvinnuleysistryggingar Eins og kunnugt er var það með verkföll- unum miklu árið 1955 að verkalýðshreyfing- in knýr fram að lögin um atvinnuleysistrygg- ingar eru sett af alþingi og rikisstjórn. Verk- fallið stóð i sex vikur, eins og kunnugt er, og er hið hatrammasta sem háð hefur verið hér á landi. Árangur verkfallsins var mikill sigur fyrir verkalýðssamtökin og einhver sá mesti sem þau hafa unnið. Einkum voru atvinnuleysis- tryggingarnar mikilvægar. Þá höfðu sósíal- istar flutt á alþingi frumvarp til atvinnuleys- istrygginga samfleytt í 14 ár, án þess að fram næði að ganga og um þetta mál staðið látlaus barátta frá upphafi. Það var Brynjólfur Bjarnason sem flutti frumvarpið um atvinnuleysistryggingarnar inn á alþingi fyrst árið 1942. Siðan eru það margir aðrir þingmenn sósialista sem flytja þetta sama mál. M.a. Sigurður Guðnason á 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.