Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 37

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 37
þeir geti og ætli sér að efna þessi loforð, þá verða þeir að játa svik á sig. Þeir hafa því tekið til nýrra ráða. Þeir segja: Þótt þið fáið enga atvinnu skuluð þið samt sem áður fá kaup.” Gísli Sveinsson: „Tryggingalöggjöf þessi aflagar ástandið en er ekki til að bæta það.” ... „Stjórnarflokk- arnir sem glamra nú um lýðræðið verða að játa, að þeir ætla sér að knýja þetta mál fram með ofbeldi, að þjóð- inni forspurðri, tii þess að geta svo veifað framan í al- menning sem falsaðri dulu, sem ég veit þó að alþjóð manna mun fljótt sjá í gegnum.” Eins og framangreindar tilvitnanir bera með sér höfðu þingmenn íhaldsins fyrst og fremst athugasemdir fram að færa við at- vinnuleysistryggingakafla frumvarpsins. Sá kafli mætti mikilli mótstöðu en að öðru leyti töldu þingmenn velflestir að full þörf væri á einhverskonar alþýðutryggingum þótt deildar væru meiningar bæði um sjúkra- tryggingar, ellitryggingar og slysatryggingar. 8. Umræðan um frumvarp til laga um atvinnuleysisskýrslur Á árinu 1928 lögðu þeir Sigurjón Á. Ólafs- son og Haraldur Guðmundsson fram frum- varp á alþingi til laga um atvinnuleysisskýrsl- ur. í frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi að bæjarstjórnir og sveitarstjórnir í kauptúnum yfir 300 íbúa söfnuðu skýrslum fjórum sinnum á ári um atvinnu og atvinnuleysi allra sjómanna og verkamanna. Þar sem verka- lýðsfélag var á staðnum var bæjarstjórnum gert skylt að leita samninga við þau um að taka að sér söfnun skýrslnanna. Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins skyldi kostnaður við skýrsluöflun greiðast af ríkissjóði að einum þriðja en að tveim þriðju skyldi kostnaður greiddur úr bæjarsjóði eða sveitarsjóði. Frumvarp þetta varð að lögum, eins og kunnugt er, og er undanfari laga um vinnu- miðlun sem siðar komu. í umræðum á Auðvaldinu ofbauð „frekja" verka- manna 1942. — Einn helsti fulltrúi auðmannastéttarinnar sagði dag nokkurn: „Nú þykir mér skörin færast upp i bekkinn, verkamenn eru famir að kaupa sér hæginda- stóla". — Hvilik ósvifni að aðrir en auðmenn skuli geta hvflt sig að aflokinni vinnul! alþingi kemur fram fjandsamlegt viðhorf ýmissa þingmanna til þessa málefnis, þessa fyrsta skrefs vinnumiðlunar i landinu. Jón Ólafsson: „Hugsunarhátturinn er orðinn sá, að verkamenn héðan vilja ekki sætta sig við vinnu í sveit, þó að sæmilegt kaup og viðurværi bjóðist. Þessar at- vinnuleysisskýrslur auka á ýmsa ómennsku einstakling- anna. Þegar þeir hafa látið skrá sig bíða þeir von úr viti eftir þeim atvinnubótum, sem þeim hefur ef til vill verið sagt að hið opinbera mundi og ætti að láta þeim i té og hætta þá um leið að bera sig sjálfir eftir þeirri björg sem unnt er að fá víðsvegar um land. Þessar vonir um at- vinnubætur ásamt fleiru stuðla að þvi að fólk flytur úr sveitum og sest á mölina við sjóinn.” „Semsagt ég get ekki séð eða skilið, hvaða gagn þessi skýrslusöfnun á að gera. Öllum er ljóst að atvinnuleysi er bæði hér og annarsstaðar á landinu í allflestum sjáv- 149 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.