Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 24

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 24
Jón Baldvinsson alþm. og forseti ASÍ eftir Otto Þorláksson og alll til dauðadags (1938), flutti strax eftir að hann var kominn á þing 1921 frumvarp til laga uin vökulög togarasjó- manna, 6 tíma á sólarhring, og fékk það frumvarp sam- þykkt 1921. Árið 1956 var þessi hvildartími svo hækk- aður í 12 tíma. atriðum upphaf sitt að rekja til fyrstu ára- tuga 20. aldarinnar, þegar verkalýðshreyf- ingin er í óða önn að skipuleggja sig og sækja fram í miklum baráttuham. Það er þó merkilegt að allsnemma fóru að berast til landsins konunglegar tilskipanir og fyrirmæli í lagaformi um ýmislegt sem snerti aðbúnað verkafólks. Árið 1886 er talið að fyrsta skrefið sé stigið með konunglegri til- skipun um hjúalög. í þeim voru lögfest ýmis ákvæði til öryggis og verndar vinnuhjúum. Ný hjúalög voru hins vegar sett árið 1928. Þau settu reglur um aðbúnað og kaupgreiðsl- ur hjúa og ýmis atriði til að tryggja þeim betra atlæti. M.a. segir í 7. gr. hjúalaganna frá 1928, en þau lög eru gildandi í dag, að húsbóndi skuli veita hjúi sínu viðunanlegt og nægilegt fæði og rúmfatnað, ennfremur að hjúi sé ekki skylt að sofa í rúmi með öðrum. Hjú eigi rétt á að fá hreina rekkjuvoð eða lök í rúm sitt einu sinni á mánaðarfresti og hreint handklæði einu sinni í viku. í frístundum sínum á vetrum skuli hjúi fengin dvöl í viðun- anlegu hlýju herbergi. Á árinu 1890 voru sett farmannalög fyrir ísland, en þau voru nálega orðrétt þýðing á dönskum sjómannalögunum og giltu jafnt fyrir fiskimenn á þilskipum og sjómenn í för- um milli landa. Sama ár sá fyrsti vísirinn að ellitryggingu dagsins ljós; þá voru lögfestir styrktarsjóðir handa heilsubiluðu og ellihrumu alþýðufólki í öllum bæjum og hreppum landsins. Það er hins vegar með lögum um alþýðutryggingar að fyrsta fullmótaða heildarlöggjöfin um þessi málefni sér dagsins ljós, en þau lög eru undanfari almannatrygginga, eins og kunn- ugt er, og verður vikið að þeim hér á eftir. Elsta sjúkrasamlagið hér á landi var stofn- aði árið 1897 og starfaði það þar til alþýðu- tryggingarnar tóku við hinn 1. febrúar 1936. Fyrstu lögin um sjúkrasamlög voru hins vegar sett 11. júlí 1911. Þau lög og önnur sem sett voru allt fram að alþýðutrygginga- lögunum og fjölluðu um sjúkratryggingar, byggðu á frjálsum félagasamtökum þeirra, sem vildu tryggja sig gegn því tjóni sem veik- indi geta valdið. Með lögunum 1911 er að vísu ákveðið að ríkissjóður skuli styrkja sjúkrasamlögin um eina krónu á ári í kaupstöðum og kauptún- um þar sem læknir er búsettur, en annars staðar um 1.50 fyrir hvern félagsmann sem greitt hafi iðgjald allt árið. Ýmsar breytingar voru gerðar á sjúkra- á 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.