Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 3

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 3
Svavar Gestsson: Átökin framundan Myndun núverandi ríkisstjórnar er um margt sérkennileg og á vafalaust eftir að vekja miklar umræður og vangaveltur meðal þeirra sem velta fyrir sér stjórnmálum okkar framvegis. Þó er grundvallaratriðið við myndun og starf ríkisstjórnarinnar í raun afar Ijóst, þ.e. samkomulag stjórnaraðilanna um að verja þann árangur sem náðst hefur í lífskjarabaráttu alþýðu á liðnum árum, jafnframt því að sækja fram til félagslegra rétt- inda og til eflingar íslensku forræði í atvinnulífinu. Stjórnin felur þó fremst í sér vörn andspænis leiftursóknaröflunum; stjórnin er ekki byggð á sögulegri málamiðlun verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurekendasamtakanna, en stjórnin er vísir að stéttarlegu og pólitísku samkomulagi, sem þjóðin hefur kunnað að meta. Það sést á endurteknum skoðanakönnunum síðdegisblaðanna að fylgi stjórnarinnar er mjög verulegt. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem gripið var til um áramót hafa reynst vel; þær hafa skilað i senn minnkandi verðbólgu og batnandi kaupmætti frá þvi sem ella hefði gengið yfir og betri kaupmætti en kjara- samningarnir og vísitölukerfið sem þeir byggðust á hefðu getað tryggt. Nú fer vetur í hönd, tími mikilla anna á stjórnmálavett- vangi og margar blikur eru á lofti. Erlendis eru miklar sviptingar i efnahagsmálum sem kemur fram í óstöðugu gengi helstu gjald- miðla, og sveiflum í verði hlutabréfa, þó tímabundið sé. Samhliða er talið líklegt að dollarinn falli á nýjan leik þegar kemur fram á næsta áratug og minnt er á takmarkaðar olíubirgðir heimsins. Jafnframt á sér stað hraðvaxandi spenna í alþjóðamálum; ógn- vekjandi vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna kallar á árvekni smáþjóðanna. Kjarn- orkuvopnanet bandarísku hervélarinnar þrengir að athafnafrelsi smáþjóðanna, og stöðugt verður vart við þrýsting á íslendinga til þess að reyra sig enn fastar viðjum amerísku herstöðvarinnar. Allt þetta skapar óvissu og nauðsynlegt er fyrir íslenska sósial- ista að átta sig á þessari þróun ekki síst með tilliti til þeirra stjórnmálaátaka sem fram- undan eru. Þau verkefni, sem hæst ber á næstu mánuðum eru: 1. Kjaramálin. Samningar eru lausir nú um næstu mánaðarmót hjá flestum félögum innan Alþýðusambands íslands. Kjarasamn- ingar opinberra starfsmanna eru lausir um áramót. Kröfur liggja enn ekki fyrir, en 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.