Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 3

Réttur - 01.08.1981, Page 3
Svavar Gestsson: Átökin framundan Myndun núverandi ríkisstjórnar er um margt sérkennileg og á vafalaust eftir að vekja miklar umræður og vangaveltur meðal þeirra sem velta fyrir sér stjórnmálum okkar framvegis. Þó er grundvallaratriðið við myndun og starf ríkisstjórnarinnar í raun afar Ijóst, þ.e. samkomulag stjórnaraðilanna um að verja þann árangur sem náðst hefur í lífskjarabaráttu alþýðu á liðnum árum, jafnframt því að sækja fram til félagslegra rétt- inda og til eflingar íslensku forræði í atvinnulífinu. Stjórnin felur þó fremst í sér vörn andspænis leiftursóknaröflunum; stjórnin er ekki byggð á sögulegri málamiðlun verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurekendasamtakanna, en stjórnin er vísir að stéttarlegu og pólitísku samkomulagi, sem þjóðin hefur kunnað að meta. Það sést á endurteknum skoðanakönnunum síðdegisblaðanna að fylgi stjórnarinnar er mjög verulegt. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem gripið var til um áramót hafa reynst vel; þær hafa skilað i senn minnkandi verðbólgu og batnandi kaupmætti frá þvi sem ella hefði gengið yfir og betri kaupmætti en kjara- samningarnir og vísitölukerfið sem þeir byggðust á hefðu getað tryggt. Nú fer vetur í hönd, tími mikilla anna á stjórnmálavett- vangi og margar blikur eru á lofti. Erlendis eru miklar sviptingar i efnahagsmálum sem kemur fram í óstöðugu gengi helstu gjald- miðla, og sveiflum í verði hlutabréfa, þó tímabundið sé. Samhliða er talið líklegt að dollarinn falli á nýjan leik þegar kemur fram á næsta áratug og minnt er á takmarkaðar olíubirgðir heimsins. Jafnframt á sér stað hraðvaxandi spenna í alþjóðamálum; ógn- vekjandi vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna kallar á árvekni smáþjóðanna. Kjarn- orkuvopnanet bandarísku hervélarinnar þrengir að athafnafrelsi smáþjóðanna, og stöðugt verður vart við þrýsting á íslendinga til þess að reyra sig enn fastar viðjum amerísku herstöðvarinnar. Allt þetta skapar óvissu og nauðsynlegt er fyrir íslenska sósial- ista að átta sig á þessari þróun ekki síst með tilliti til þeirra stjórnmálaátaka sem fram- undan eru. Þau verkefni, sem hæst ber á næstu mánuðum eru: 1. Kjaramálin. Samningar eru lausir nú um næstu mánaðarmót hjá flestum félögum innan Alþýðusambands íslands. Kjarasamn- ingar opinberra starfsmanna eru lausir um áramót. Kröfur liggja enn ekki fyrir, en 115

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.