Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 40

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 40
Karen Silkwood, 28 ára bandarísk stúlka fórnarlamb kjarnorkuiðnaðarins? Voru iðjuhöldarnir valdir að dauða hennar? Nafn Karenar Silkwood er orðið eins konar hugtak í USA og fleiri löndum og segir ýmislegt um kjarnorku, kvenréttindi og starf í stéttarfélögum. Karen Silkwood lést 28 ára gömul fyrir meira en sex árum síðan, Hún fórst í umferð- arslysi á leið til fundar við blaðamann frá New York Times. Með sér hafði hún 40 blað- síðna skýrslu um að plútóníumverksmiðja sú sem hún vann við, hefði margoft gróflega vanrækt allar öryggisreglur. Plútóníum er geislavirkt efni sem m.a. er notað við framleiðslu kjarnorkusprengja. Sjálf hafði hún oft orðið fyrir eituráhrifum af plútóníum. Þegar hún var ráðin við plútóníumverksmiðjuna Kerr-McGee í Okla- homa, gerði hún sér enga grein fyrir hætt- unni. Enginn hafði heldur orð á því við hana við ráðninguna. Hún varð hrædd þegar henni varð hættan ljós og brást við með því að taka þátt í starfi við vinnuöryggi. Hún hóf að safna efni um hversu slælega verk- smiðjan fylgdi öryggisreglunum. M.a. hafði hún uppgötvað að talsvert magn af plútón- íum — nóg til þess að búa til margar kjarn- orkusprengjur — var horfið á óútskýranleg- an hátt. Slíkt gat ekki gerst nema vegna allt of lélegra öryggisráðstafana. Stjórn verksmiðjunnar var ljóst að hún safnaði gögnum gegn þeim og hefur síðar viðurkennt að hafa látið njósna um hana. Við krufninguna eftir lát hennar fannst plútóníum í lungum, lifur og beinum og læknir sagði að eitrunin hefði verið svo mikil að aðeins 50®/o líkur hefðu verið á því að hún gæti lifað meira en eitt ár. Daginn sem Karen Silkwood lést hafði hún sagt í síma við vinnufélaga sinn að nú hefði hún undir höndum öll nauðsynleg gögn til að sanna vanrækslu verksmiðjunnar. Siðustu orð hennar við hann voru þau að hún kæmi örugglega til fundar við blaðamanninn. Á leið til fundarins, hinn 13. nóvember 1974, ók bíll hennar út af veginum, hrapaði niður fjallshlíð og lést Karen samstundis. Fyrst var látið heita sem svo að hún hefði sofnað undir stýri en síðar myndaðist kenning um að annar stærri bíll hafi þvingað bíl hennar út af veginum og fundust merki um aftaná- keyrslu á bílnum. Þegar lík hennar fannst, var ekkert af þeim skjölum sem hún var með á leið á fundinn í bílnum. Málið vakti mikla athygli, m.a. sýndu stærstu kvennasamtök Bandaríkjanna því mikinn áhuga. í fyrstu kom aðeins fyrir rétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.