Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 5

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 5
Einar Olgeirsson: M. I. Stéblin-Kaménskij Minningarorð Ég efast um að síðan þá Rasmus Kr. Rask1, Konrad Maurer2 og William Morris3 leið, hafi ísland og íslendingar átt erlendis betri vin, einlægari og vitrari aðdáenda íslenskrar menningar og stórvirkari athafnamann í því að rita um hið sérstaka í eðli íslenskrar fornmenningar og útbreiða í landi sínu hin fornu rit sjálf, en Mikhail Ivanovitsj Stéblin- Kaménskij, prófessor í Leningrad, sem lést nú 17. september þ.á. Með honum er og hniginn til foldar einn mesti vísindamaður heims í íslenskum fræðum fornum. M.I. Stéblin-Kamenskij var fæddur í St. Pétursborg 11. september 1903. Frá upphafi leitaði hugur hans og áhugi til germanskra málvísinda og bókmennta. Var framabraut hans hröð í þeim efnum, en því meir sem hann sökkti sér niður í þessi vísindi, því meir snerist áhugi hans að norrænum og fyrst og fremst íslenskum fornbókmenntum. Árið 1948 hlaut hann doktorsnafnbót fyrir ritgerð sína um dróttkvæðin. Allt frá 1947 starfaði hann við háskólann í Leningrad og gekkst 1958 fyrir stofnun nor- rænudeildar við þann skóla og veitti hann henni forstöðu lengst af. Það verður aldrei fullþakkað það, sem sú deild og þeir, sem úr henni hafa útskrifast, hafa unnið að því að skapa þekkingu á og virðingu fyrir íslenskri menningu. En mestur er þar hlutur Stéblin- Kaménskijs sjálfs. Hann hefur skrifað hverja bókina á fætur annarri um ísland, bókmenntasögu þess og menningu, — fyrst og fremst þá fornu menningu og tungu, sem sérstaða íslands í heiminum byggist á, meðan sú arfleifð er í heiðri höfð í verki af eftirkomendunum. Skal þar sérstaklega minnt á eftirfarandi tvær bækur: íslensk menning” (Kultura Islandii) 1967, kemur hann þar víða við alt frá Agli Skallagrims- syni til Þórbergs Þórðarsonar, rekur hina ýmsu þætti menningarsviðsins og byrjar þá venjulega hvern kafla með tilvitnun i hina bestu fræðimenn alt frá Snorra Sturlusyni og Rasmus K. Rask til Einars Ólafs Sveinssonar og Sigurðar Nordals, — og ,,Heimur íslend- ingasagna” (Mir Sagi) 1971. Er hún ein allra merkasta bók hans, þýdd á mörg tungumál, mikið um hana ritað og deilt — og dáð af mörgum. En þýðingin á íslensku er nú ný- komin út. Útgefandinn er hið ágæta útgáfu- félag Iðunn, en ekki Bókmenntafélagið, svo sem vænst hafði verið. Mér líður ekki úr minni sú stund, er ég hitti Stéblin-Kamenskij í fyrsta sinn i 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.