Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 38

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 38
arþorpum, en úr því bæta þessar skýrslur ekki á nokkurn hátt. Ég get ekki hugsað mér annað en að með þessu eigi að gefa einhverjum auknar sporslur fyrir að safna skýrslum, en líklega er það ekki tilgangur margra þó að eitthvað slíkt kynni ef til vill að vaka fyrir háttvirt- um flutningsmönnum.” „Það sem ég hef haldið fram og háttvirtum þing- manni ísfirðinga ekki tekist að hrekja er það að rikið eigi ekki að vera að káka við skýrslusöfnun og atvinnu- bætur, af þvi það gefur mönnum aðeins falskar vonir. Það er verið að telja mönnum trú um að þeir geti fengið atvinnu ef þeir bara heimta hana. En bæði ég og aðrir sem eitthvað þekkjum til fjárhagsafkomu þjóðarinnar, vitum að eitthvað þarf að gera annað en að heimta.” Jóhann Jósepsson: „Ég þarf hér ekki miklu við að bæta. Þingsagan sýnir það ljóslega að jafnaðarmenn vilja að bætt sé úr atvinnuleysi á kostnað hins opinbera. Það er verið að gera gyllingar til þess að fjölga fólkinu í kaupstöðum, auka með því atvinnuleysi og leggja stór- um auknar byrðar á ríkissjóð og bæjarsjóði.” ... „ég hef aðallega beitt orðum mínum gegn þeim mótívum sem liggja til grundvaliar, nefnilega að slengja byrðum á herðar ríkissjóðs og gera fólki vitanlegt úti á landi að hér sé stefnt að þvi horfi, að þegar atvinna brestur í kauptúnum muni hið opinbera hlaupa undir með vinnu.” ... „Þegar búið er með lagafyrirmælum að binda hendur hinna framtaksömustu manna bæði til sjávar og til lands, þannig að sá ónýti beri alveg jafnt úr býtum og sá duglegi, þá ætlar þessi háttvirti þingmaður að láta gullöld atvinnunnar renna upp.” Jón Ólafsson: „Ég læt nú háttvirta þingdeildar- bændur um það hvort þeir álíta skipulag á jafnaðar- mannavísu nauðsynlegt að því er landbúnað snertir, eða hvort þeir vilja vegna atvinnubóta lengja sláttinn fram til veturnátta o.s.frv. Hitt er víst að sjávarútvegsmenn munu ekki treysta jafnaðarmönnum og allra síst for- ingjum þeirra til að skipuleggja útveginn.” 9. Lögin um afnám eftirvinnu á föstudögum í fjölda ára hafði það verið í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar að eftirvinna yrði afnumin og einungis tveir taxtar giltu, dag- vinna og eftirvinna. Fram til ársins 1979 hafði þetta ekki náð fram að ganga í samn- ingum. Með lögum sem sett voru í byrjun árs 1979 var eftirvinna afnumið á föstudögum, þannig að þegar dagvinnu lýkur á föstudög- um er greidd næturvinna. I umræðum um þetta mál á alþingi segir Eyjólfur Konráð Jónsson eftirfarandi: „Hitt er svo annað mál, að ég tel það alranga stefnu sem hæstvirt ríkisstjórn fylgir, að ætla með löggjöf að ákveða svo til ailt í kjara- málum þessarar þjóðar. Svo er í rauninni komið að ís- lensk verkalýðsfélög hafa ekki lengur neinn tilgang. Þau koma aldrei saman til fundar. Það er aldrei talað um verkfallsaðgerðir eða neitt slíkt. Það eru litlar klíkur, sem eru í nánu sambandi við pólitíkusa, pólitíska valda- menn þessarar þjóðar, sem ráðskast með hagsmuni launþega þessa lands án þess að spyrja þá að einu eða neinu. Það er verið að gera verkalýðsfélög á íslandi álika áhrifalaus og þau eru í sósíalískum ríkjum, kommúnistaríkjum, einræðisríkjum, ef svo heldur fram sem horfir.” Hér að framan hafa verið tilfærð örfá dæmi úr Alþingistiðindum um félagsmála- áhuga afturhaldsins. Félagslegt réttlæti hef- ur aldrei verið þeim hugleikið og verður það aldrei. Vert væri að taka saman ítarlegri skýrslu um andóf þeirra og fjandskap síð- ustu áratugi. Slík skýrsla yrði lærdómsrík fyrir uppvaxandi kynslóð. — Skýringar: 1) í grein Ólafs R. Einarssonar „Vinnutiminn og stytting hans” í Rétti 1972, bls 9—15, er náið skýrt frá baráttunni heima og erlendis fyrir styttingu vinnutím- ans, gefið sögulegt yfirlit yfir átökin allt frá iðnbylting- unni í Bretlandi til vorra tíma. Þar er m.a. vitnað i orð Karls Marx í ávarpi 1. Alþjóðasambandsins 1864, um gildi þess sigurs, er vannst 1848, þegar 10 tíma vinnu- dagur var Iögfestur fyrir börn og konur, en áður var títt að börn undir 10 ára aldri ynnu 14—16 tíma. Orð Marx hljóða svo: „Þessi barátta um lögboðna takmörkun vinnutíma 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.