Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 45
Morðæði Suður-Afríkustjórnar Fasistastjórn Suður-Afríku framkvæmir eigi aðeins fjöldamorð eins og í Soweto, sem vekja athygli og andúð um allan heim. Hún fremur og daglega aftökur þjóðfrelsissinna, sem hún lætur „dómstóla” sína dæma til dauða fyrir það að berjast fyrir mannréttind- um sínum. Á fyrra misseri þessa árs voru 57 manns hengdir, allir hörundsdökkir, — að meðaltali hafa 130 manns verið hengdir síð- ustu þrjú ár. í ársfjórðungsriti sínu „Sechaba” í árslok 1978 reyndi þjóðfrelsishreyfingin að vekja athygli heimsins á því að Solomon Mahlangu, 22 ára þjóðfrelsissinni, hefði verið „dæmdur” til dauða og hét á menn að frelsa líf hans. Mótmæli dundu yfir ríkisstjórnina í Pretoríu úr öllum áttum, en ekkert dugði. Solomon Mahlangu var hengdur. Nú vofir dauðinn yfir þrem ungum þjóð- frelsissinnum. „Sök þeirra er að berjast gegn „apartheid”, gegn þvi sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa lýst „glæp gegn mannkyninu”. Þessir þrír eru dæmdir til dauða fyrir „árás” á lögreglustöð í janúar 1979, þar sem enginn maður féll þó. Það á að drepa þá fyrir að mótmæla kynþáttakúguninni. Þeir heita Ncimbithi Johnson, Lubisi, 28 ára, Petrus Tsepo Mashigo, 20 ára og Naph- tali Manana, 24 ára. í febrúarhefti „Sechaba” 1981 heitirþjóð- frelsishreyfingin á þjóðir heims að frelsa þessa ungu menn úr böðulsgreipum fasism- ans. Af hverju dirfist fasistastjórnin í Pretoníu að myrða látlaust þjóðfrelsissinna og kúga yfirgnæfandi meirihluta íbúa landsins og svifta þá öllum mannréttindum? Af hverju hindra Bandaríkin, þetta „for- usturíki lýðræðisins”, sem þau þykjast vera, — og vissir grunnhyggnir íslendingar trúa! — altaf allar aðgerðir gegn einu versta fas- istaríki heims, Suður-Afríku, sem m.a. hefur lagt undir sig Namibíu í trássi við Sameinuðu þjóðirnar? Ástæðan er þessi: Fjárfesting Bandaríkjaauðvaldsins í Suð- ur-Afríku er 40% af fjárfestingu þess í Afríku. 1969 var þessi fjárfesting í S-Afríku 700 miljónir dollara, 1977 1665 miljónir doll- ara. (Heimild „Financial Mail”, 30. sept. 1977) Hún hefur vaxið hröðum skrefuð síðan. Breska auðvaldið á 60% af erlendri fjárfestingu í Suður-Afríku. — Þessi tvö auð- valdaríki vernda því fasismann í Suður- Afríku. 157 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.