Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 10
Krafan verður að vera Norðurlöndin öll saman kjarnorkulaus í friði og stríði Það er mikið rætt um það um þessar mundir, að Norðurlönd eigi að lýsa sig kjarnorkuvopna- laus svæði á friðartímum, — og er þá venjulega átt við Finnland, Svíþjóð, Noreg og Danmörku, en ísland hefur hinsvegar ekki verið tekið með í þennan hóp, fyrr en eftir Álandseyjafundinn, eins og frá var sagt í grein Ólafs Ragnars Grímssonar í 2. hefti Réttar. Sem kunnugt er má rekja uppruna þessara hugmynda til tillagna Kekkonens Finnlandsforseta. Ýmsir stjórnmálamenn, sem hlyntir eru þessari hugmynd — og henni vex óðum fylgi — hafa og rætt um það, að ef Norðurlönd geri þetta, þá þyrftu og Sovétríkin að gera Kolaskagann að einhverju leyti kjarnorkuvopnalausan — og hafa forystumenn Sovétríkjanna ekki tekið því fjarri að ræða slíkt í viðræðum um þetta mál. En það er tvennt, sem nánar þarf að ræða og áríðandi er að íhuga og fá á hreint í þess- um umræðum. Hvað er átt við með Norðurlönd í þessu sambandi? Norðurlönd eru ekki aðeins þau riki, sem mest er stagast á í þessu sambandi, heldur eru og Færeyjar, ísland og Grænland tví- mælalaust Norðurlönd eins og samsetning Norðurlandaráðs best sýnir og sannar. Þar af leiðir að eigi Norðurlönd öll að vera kjarnorkulaus svæði í friði, þá verður og herstöð Bandaríkjanna í Thule í Grænlandi að takast með í reikninginn. Hvort þar eru nú kjarnorkuvopn eða ekki, vitum vér eigi, en ekki er ólíklegt að þar sé geymd atom- vopn. Það þýðir lítt fyrir Dani að gefa yfir- lýsingar um að eigi séu á dönsku landi kjarn- orkuvopn, meðan þeir telja enn Grænland danskt land og vilja a.m.k. ráða hermálum þar og utanríkispólitík. Eigi samningar fram að fara um þessi mál, þá þarf því að taka öll Norðurlönd og allar herstöðvar á þeim með í þá samninga, þarmeð Keflavík, Thule o.fl. Svo er hitt stórmálið: Hvaða gagn verður að sáttmála, sem að- eins tryggi Norðurlönd á friðartímum, ef hægt er að fylla þau með kjarnorkuvopnum, strax og Bandaríkjunum þóknast að hefja stríð og gera loftbrúna Kanada — Keflavík — Þrándheim að hraðflutningabraut með kjarnorkusprengjur sem önnur vopn? Ef það á að bjarga Norðurlöndum undan þeirri gereyðingu, sem kjarnorkustyrjöld veldur, þá dugar ekkert minna en sáttmáli um að þar skuli engin kjarnorkuvopn vera í friði né stríði og sterkustu stórveldin, Banda- ríkin og Sovétríkin, skuldbindi sig til þess að 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.