Réttur


Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 32

Réttur - 01.08.1981, Blaðsíða 32
og lífskjör þess og afkomuöryggi tryggt í veikinda- og slysatilfellum með allt að 6 mánaða launum. Viðbrögð íhaldsins við frumvarpinu þegar það kom til kasta alþingis voru eins og búast mátti við neikvæð í öllum aðalatriðum og ítrekaðar tilraunir gerðar til að bægja málinu frá alþingi. Friðrik Sófusson: „Þetta frumvarp er hluti af þeim svokallaða „pakka” sem lagður var fram rétt fyrir 1. desember s.l. og á að koma i staðinn fyrir þær launa- hækkanir sem þá hefðu átt að eiga sér stað. Eins og háttv. þingmenn muna ákvað ríkisstjórnin að bæta launþegum upp þessi laun með svokölluðum félags- legum umbótum. Nú kemur á daginn, að þessar félags- legu umbætur eiga atvinnufyrirtækin að greiða.” „Eins og ég sagði í upphafi er ég ekki að leggja dóm á efnisatriði málsins. Ég hef ekki skoðað málið ítarlega ofan í kjölinn en ég tel fulla ástæðu til þess, þegar um jafn viðkvæm mál og þessi er að ræða, að þá sé að minnsta kosti þess gætt að samráð sé haft við aðila vinnumarkaðarins og því fremur þegar ríkisstjórnin hefur lofað því í upphafi stjórnmálatímabilsins.” Þetta voru orð þingmannsins, en hann var vitandi vits um það að afstaða Vinnuveit- endasamþandsins var afar neikvæð til frum- varpsins og ítrekaðar tilraunir gerðar af hálfu stjórnvalda til að samkomulag gæti orðið um innihald þess. Albert Guðmundsson: „Ég harma það að ríkisstjórn- in skuli ekki taka meira tillit til umsagnar samtaka vinnuveitenda, þó svo að ríkisstjórnin beri ekki meiri virðingu en raun ber vitni fyrir þeim samtökum. Ég álít að hér sé um valdboð að ræða sem setur hinn frjálsa vinnuveitanda og vinnumarkaðinn í hættu.” „Hér er sem sagt um að ræða annað hvort vísvitandi eyðileggingu á hinum frjálsa vinnumarkaði eða hreina eignaupptöku...” „Það er óþarfi að ráðamenn, eins og til dæmis í þessu tilfelli hæstvirtur ráðherra, láti kné fylgja kviði og tali í lítilsvirðingartóni um Vinnuveitendasamband Islands og umsögn þess í þessu dauðastríði, sem vinnuveitendur eiga nú í, því að það er barátta annars vegar á milli opin- berra aðila og hins vegar frjálsa vinnumarkaðarins sem á sér stað. Spurningin er: Deyr hinn frjálsi vinnumark- aður út áður en rikisstjórnin er öll?” 144 4. Hvað sögðu þeir um kröfuna um 21 árs kosningarétt og kosningarétt styrkþega? Undirtektir íhaldsins á alþingi 1927 undir kröfu þingmanna Alþýðuflokksins þá um 21 árs kosningarétt og um að veittur sveitar- styrkur valdi ekki réttindamissi og um endur- bætur á kjördæmaskipuninni, voru mjög athyglisverðar. Jóhannes Jóhannesson: „Það er mjög ógeðfelld til- hugsun, að menn sem ekki sjá sér og sínum farborða sakir óreglu, leti og annarrar ómennsku, eigi að fara að sjá fyrir og stjórna okkur hinum.” „Ef veittur, endur- kræfur sveitarstyrkur hefur ekki réttindamissi í för með sér, mun það verða rothögg á sjálfsbjargarviðleitni margra og auka sveitarþyngslin að miklum mun og það á að vera tryggt í stjórnarskránni að slíkt komi ekki fyrir, alveg eins og það er tryggt með henni að þjófar og bófar hafi ekki kosningarétt og kjörgengi til alþingis.” 5. Hvað sögðu þeir um frumvarpið um verkamannabústaði 1929 Undirtektir ihaldsins, þegar Héðinn Valdi- marsson flutti frumvarp sitt um verka- mannaþústaði, voru einnig á sömu lund. Árið áður, eða 1928, hafði Héðinn Valdi- marsson einnig lagt fram á alþingi frumvarp sama efnis; það komst á dagskrá einu sinni eða tvisvar, en var ekki rætt frekar. í umræðum um málið 1929 kom auðvitað margt og merkilegt fram sem vitnar um við- horf íhaldsins til svo stórkostlegs réttinda- máls sem verkamannabústaðabyggingar voru og eru. Ólafur Thors fer á kostum eins og oft áður og segir m.a. í ræðu sinni: „Að menn tala um þetta frumvarp sem stórmál, kemur líklega af þvð að flestir játa að margar íbúðir hér í bæ eru með öllu óboðlegar. En hér er óliku blandað saman. Það er tvímælalaust að margar íbúðir eru ónothæfar en hitt er jafn tvímælalaust að j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.