Réttur


Réttur - 01.08.1981, Side 45

Réttur - 01.08.1981, Side 45
Morðæði Suður-Afríkustjórnar Fasistastjórn Suður-Afríku framkvæmir eigi aðeins fjöldamorð eins og í Soweto, sem vekja athygli og andúð um allan heim. Hún fremur og daglega aftökur þjóðfrelsissinna, sem hún lætur „dómstóla” sína dæma til dauða fyrir það að berjast fyrir mannréttind- um sínum. Á fyrra misseri þessa árs voru 57 manns hengdir, allir hörundsdökkir, — að meðaltali hafa 130 manns verið hengdir síð- ustu þrjú ár. í ársfjórðungsriti sínu „Sechaba” í árslok 1978 reyndi þjóðfrelsishreyfingin að vekja athygli heimsins á því að Solomon Mahlangu, 22 ára þjóðfrelsissinni, hefði verið „dæmdur” til dauða og hét á menn að frelsa líf hans. Mótmæli dundu yfir ríkisstjórnina í Pretoríu úr öllum áttum, en ekkert dugði. Solomon Mahlangu var hengdur. Nú vofir dauðinn yfir þrem ungum þjóð- frelsissinnum. „Sök þeirra er að berjast gegn „apartheid”, gegn þvi sem Sameinuðu þjóð- irnar hafa lýst „glæp gegn mannkyninu”. Þessir þrír eru dæmdir til dauða fyrir „árás” á lögreglustöð í janúar 1979, þar sem enginn maður féll þó. Það á að drepa þá fyrir að mótmæla kynþáttakúguninni. Þeir heita Ncimbithi Johnson, Lubisi, 28 ára, Petrus Tsepo Mashigo, 20 ára og Naph- tali Manana, 24 ára. í febrúarhefti „Sechaba” 1981 heitirþjóð- frelsishreyfingin á þjóðir heims að frelsa þessa ungu menn úr böðulsgreipum fasism- ans. Af hverju dirfist fasistastjórnin í Pretoníu að myrða látlaust þjóðfrelsissinna og kúga yfirgnæfandi meirihluta íbúa landsins og svifta þá öllum mannréttindum? Af hverju hindra Bandaríkin, þetta „for- usturíki lýðræðisins”, sem þau þykjast vera, — og vissir grunnhyggnir íslendingar trúa! — altaf allar aðgerðir gegn einu versta fas- istaríki heims, Suður-Afríku, sem m.a. hefur lagt undir sig Namibíu í trássi við Sameinuðu þjóðirnar? Ástæðan er þessi: Fjárfesting Bandaríkjaauðvaldsins í Suð- ur-Afríku er 40% af fjárfestingu þess í Afríku. 1969 var þessi fjárfesting í S-Afríku 700 miljónir dollara, 1977 1665 miljónir doll- ara. (Heimild „Financial Mail”, 30. sept. 1977) Hún hefur vaxið hröðum skrefuð síðan. Breska auðvaldið á 60% af erlendri fjárfestingu í Suður-Afríku. — Þessi tvö auð- valdaríki vernda því fasismann í Suður- Afríku. 157 1

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.