Réttur


Réttur - 01.08.1981, Síða 17

Réttur - 01.08.1981, Síða 17
I fótspor Hákons gamla? Hyggur norska auðmannastéttin á að klófesta auðlindir íslands til stóriðju? Það hefur nú um langt skeið verið góð vin- átta á milli norskrar og íslenskrar alþýðu eins og best kemur fram í þeirri nánu norrænu samvinnu, sem þróast hefur síðustu áratugi. Er sú samvinna ekki hvað síst því að þakka að verkalýðsflokkar hafa haft þar frum- kvæði og áhuga. Nú hefur sú breyting á orðið í Noregi að íhaldssamur hægri flokkur fer þar með völd eftir langt tímabil ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins. Þótt sá hægri flokkur hafi vafa- laust lært að sætta sig við ýmsar félagslegar endurbætur, sem á hafa komist, og muni vart reyna að ráðast þar á, þá er alt öðru máli að gegna um sjálfa norsku auðmanna- stéttina. Þótt hún muni verða að halda sér í skefjum í félagsmálum, þá er rétt að vera við því búin að hún muni eðli sínu samkvæmt sækja á um að afla sér gróða hvar sem væn- legt er og aðstöðu til að græða framvegis. Vér íslendingar höfum reynslu af því hve ásæknir norskir auðmenn geta verið, þótt við höfum eignast hauka í horni þar sem norsk skáld og norsk alþýða er. Það er rétt að rifja upp í stuttu máli sögu þeirra viðskipta, sem varast ber. Útrýming hvalsins vestra, uppkaup íslensku fossanna Um síðustu aldamót ráku norskir stórút- gerðarmenn hvalveiðar miklar frá Vestfjörð- um og það með slíkri hörku og græðgi að sá stofn var eyðilagður. Við skulum ekki ræða nánar hér um Norð- urlandssíldina. Vissulega voru ýmsir Norð- menn brautryðjendur hér á því sviði, en um skeið var þá farið með íslendinga sem ný- lenduþjóð væri. Um útrýminguna er líklega um samsekt að ræða. Hins vegar mun Krossanesverksmiðjan eftirminnilegt dæmi um hvort fýsilegt sé að fá hér norsk auðfé- lög. En það sem gerðist í fossamálunum íslensku á tveim fyrstu áratugum aldarinnar er víti til varnaðar. Árið 1919 var svo komið að viss hlutafélög, flest að nafni til íslensk, höfðu keypt upp alla virkjanlega fossa i landinu að Soginu undanteknu, sem ríki og Reykjavík- urbær áttu. Nokkrir íslendingar voru með útlendingum í þessum félögum, en útlend- ingar, fyrst og fremst Norðmenn aðaleig- endur. Bændum var talin trú um að þeir 129

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.