Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 58

Réttur - 01.08.1981, Page 58
Verður Papandreu nú forsætisráðherra Grikklands og hefur lofað að segja Grikk- land úr Nato og Efnahagsbandalaginu og reka amerísku herstöðvarnar úr landi. — Eftir er að sjá hvort Reagan reynir að grípa til fasistískra aðgerða i Grikklandi eða hvort hann er orðinn smeykur við andstöðuhreyf- inguna í Evrópu gegn múgmorðsfyrirætlun- um hans. Þingmannatala Sósíalistaflokksins verður líklega 174 af 300, íhaldsflokkurinn, sem kallar sig ,,nýja demokrata”, fékk 36% at- kvæða og Kommúnistaflokkurinn (ytri) er talinn munu fá 15 þingmenn. Nato-Tyrkland og morðin í San Salvador Nýlega bannað hershöfðingjaklíkan, sem ræður í Tyrklandi, bandamanni íslands í Nato, alla stjórnmálaflokka og stal öllum eignum þeirra. Þessi stjórn lifir á peningum frá Bandaríkjunum — og þó svo þeir ,,háu herrar í Washington” kunni að fordæma Kristur (úr málverki Titians) Skyldu leppar Bandarikjaauðvaldsins verða lengi að gera úr af við hann þennan, ef hann birlisl nú með boðskap sinn? þennan verknað í orði, þá er hitt víst að þeir leggja blessun sina yfir hann i verki: bæði styðja einræðishöfðingjana með fjáraustri og láta þá vera áfram sem mikilvirta „vernd- ara lýðræðisins” i Nato. Bandaríkjastjórn mun ekki klýja við að styðja herforingjaklíku, líka til múgmorða, ef með þarf. Hún sýnir það í virkri aðstoð við herforingjastjórnina í San Salvador, sem þegar hafði myrt 17000 manns fyrir nokkr- um mánuðum og heldur því blóðbaði áfram með aðstoð stjórnarinnar í Washington. Eins og kunnugt er hafði erkibiskupinn í San Salvador, Oscar Arnulfo Romero, tekið afstöðu með hinum fátæku í baráttu þeirra gegn arðráni og kúgun auðmanna — líkt og Jesús Kristur gerði forðum og fordæmdi þá ríku með orðum, sem eru enn fleyg. En hvorki auðvaldsstjórnin í Washington né leppstjórn þeirra í San Salvador geðjaðist að erkibiskupi, sem dirfðist að tala máli þeirra fátæku, fara að dæmi Jesú Krists, — og léku myrða erkibiskupinn í mars 1980, ekki með krossfestingu svo sem forðum tíðkaðist við slíka menn, heldur með nútíma hraðvirkum vopnum. (Lögreglan myrti hann.) Svissneskur lögfræðingur í ríkisrétti, Richard Báumlin, prófessor og þingmaður sósíaldemokrata, var í nefnd, sem rannsak- aði ástandið í E1 Salvador, sagði frá því í við- tali við Spiegel 2. mars 1981 hvílíkum að- ferðum fasistastjórnin léti beita við andstæð- inga, hvort sem það voru verkamenn, bænd- ur, stúdentar, læknar, prestar, hjúkrunar- konur eða annað fólk, sem móti henni væru. Ráðist var á verkalýðsfélögin, „hreinsanir” framkvæmdar í þorpunum og oft beitt verstu pyntingum, — auk allra er myrtir voru, —: gelding, rifin burt eyru og tunga, fóstur skorið úr vanfærum konum og kastað fyrir hunda o.s.frv. 170

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.