Réttur


Réttur - 01.08.1981, Side 18

Réttur - 01.08.1981, Side 18
ættu fossana og gætu selt þá. Þeir þing- menn, er best börðust gegn fossasölunni, voru Bjarni frá Vogi, Jón Þorláksson og Guðmundur Björnsson landlæknir. 1923 tókst að fá samþykkt á Alþingi að leyfi ríkis- stjórnar þyrfti til virkjunar fossanna. Og þar sem það ekki fékkst urðu smásaman hlutafé- lög þessi ólögleg. Aðeins einu þeirra „Titan” í Osló, var haldið löglega við. Það var ,,eig- andi” Þjórsár. Og 1948, eða þar í kring, keypti svo íslenska ríkið Þjórsá af Titan fyrir þrjár miljónir króna '). — Þannig eignuðust íslendingar Þjórsá!! Má nú vænta „leiftursóknar” af hálfu norskra auðmanna og íslenskra bandamanna þeirra? Norskir auðmenn ráða nú ekki aðeins eigin eignum, — sem eru miklar, — heldur hafa og tökin á ríkisfyrirtækjunum eftir valdatöku hægri flokksins. Það er því lítill efi á að þá mun klæja í lófana að klófesta nú þá íslensku fossa óbeint, er þeir misstu úr greipum sér forðum. Og hér á íslandi boða voldugir flokkar „leiftursókn” með það fyrir augum að lækka kaup verkalýðs og annars launafólks, koma á atvinnuleysi, til þess að geta ráðið við mótspyrnu verkamanna, ná samstarfi við erlend auðfélög um að koma hér upp stór- iðju, sem þeir vafalaust létu fá ódýrt raf- magn til langs tíma á kostnað almennings. — Norskir auðmenn eru einmitt í vandræðum nú með orku, búið að beisla flest vatnsföll Noregs og erfitt viðureignar að beisla þau, sem eftir eru, vegna náttúruverndarsjónar- miða (sbr. Alta). Það er því mjög liklegt að norsk fyrirtæki, sem ýmist væru eign norskra auðmanna eða ofurseld valdi þeirra nú, þótt ríkiseign væri — enn sem komið er, — myndu leita á auðlindir íslendinga til hag- nýtingar fyrir þau gróðafyrirtæki, er þeir álitu fýsilegt að koma hér upp. Það hefur þegar sýnt sig að vissir pólitískir braskarar hafa viljað fá hingað erlent auð- vald í stórum stíl og ofurselja því íslenskar auðlindir til langs tíma. Einmitt þessir menn — og þar á meðal valdamenn íhaldsins — myndu sjá sér leik á borði að koma slíku í gegn, ef Norðmenn ættu í hlut, alveg sér- staklega norsk „ríkisfyrirtæki”. Það er því bæði stórkostlegt hagsmunamál er snertir komandi kynslóðir, og sjálfstæðis- mál að hindra alla slíka erlenda stóriðju undir hvaða formi sem er. Verkalýður íslands og launafólk alt, bændur og annað vinnandi fólk þarf að vera hér vakandi á verði, hafa með sér víðfeðma pólitísk samtök um að tryggja íslendingum einum, núlifandi og komandi kynslóðum, vald og afnot auðlinda lands vors. E.O. SKÝRINGAR: I Nánar er saga þessa fos.samáls rakin í „Rétti” 1948 í greininni „íslensk stórifija í þjónustu þjóðarinnar” einkum í kaflanum „Átökin um fossamáliö 1917— 23”, svo og mjög ýtarlega í ritgcrðum Sigurðar Ragnarssonar í „Sögu” 1976, bls. 125—182, og 1977, bls. 125—223. 130

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.